Óðinn Þór búinn að semja við eitt besta lið Danmerkur Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. desember 2017 10:45 Óðinn Þór Ríkharðsson er á leið í atvinnumennsku eftir tímabilið. vísir/anton brink Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður toppliðs FH í Olís-deild karla í handbolta, er búinn að semja við danska úrvalsdeildarliðið GOG Håndbold en hann gengur í raðir þess næsta sumar og klárar því leiktíðina hér heima með FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við danska liðið. Óðinn, sem er tvítugur, er einn efnilegasti handboltamaður landsins, en hann hefur farið á kostum undanfarin misseri í Olís-deildinni. Hann gekk í raðir FH fyrir síðustu leiktíð og fór með liðinu í lokaúrslit Íslandsmótsins á fyrsta tímabili. HK-ingurinn uppaldi er búinn að skora 66 mörk í tólf leikjum fyrir FH á tímabilinu eða 5,5 mörk í leik. Hann er búinn að skora úr 72% færa sinna úr horninu og 80% færa úr hraðaupphlaupum en hann er einn skæðasti markaskorari deildarinnar.Óðinn Þór svífur inn úr horninu á móti FH.vísir/ernirÓðinn hefur verið mikilvægur hlekkur í frábærum árgangi sínum í yngri landsliðum en hann var valinn í úrvalslið lokamóts HM U19 ára árið 2015 og einnig í úrvalslið EM U20 ára á síðasta ári. Hann var valinn í íslenska landsliðið í síðasta mánuði sem spilaði tvo vináttuleiki við Svíþjóð en þar kom hann sterkur inn og heldur væntanlega í vonina um að komast á sitt fyrsta stórmót með Íslandi en strákarnir okkar hefja leik á EM í Króatíu 12. janúar. GOG er eitt sögufrægasta lið Danmerkur en það á að baki sjö danska meistaratitla og níu bikarmeistaratitla en síðast varð það danskur meistari árið 2007. Guðmundur Guðmundsson þjálfaði liðið frá 2009-2010 en Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson spiluðu báðir með GOG. Félagið hét áður GOG Svendborg TGI en það fór á hausunn árið 2010 og var sett aftur á laggirnar sem GOG Handbåll. Það byrjaði í næst efstu deild en var fljótt að komast aftur í efstu deild og situr nú í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.Óðinn vonast til að hljóta náð fyrir augum Geirs þegar kemur að valinu á EM-hópnum.vísirGOG er þekkt fyrir að búa til frábæra handboltamenn en á meðal þekktra spilara sem hafa verið á mála hjá því eru dönsku landsliðsstjörnurnar Mikkel Hansen, Lasse Svan Hansen, Anders Eggert og Niklas Landin. GOG er að missa danska hægri hornamanninn Mark Strandgaard til Arons Kristjánssonar í Álaborg og virðist ætla að fylla í skarðið með Óðni sem verður, eins og staðan er, eini leikmaðurinn í liðinu sem er ekki frá Danmörku eða Noregi. Danska félagið virðist vera að gera eitthvað rétt því þýska stórliðið Flensburg er búið að tryggja sér tvo norska leikmenn GOG; vinstri skyttuna Magnus Jöndal og leikstjórnandann Göran Johannessen. Á meðal þekktra leikmann sem eru á mála hjá GOG og eru norski landsliðsmarkvörðurinn Ole Erevik og danski línumaðurinn Torsten Laen. Olís-deild karla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Sjá meira
Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður toppliðs FH í Olís-deild karla í handbolta, er búinn að semja við danska úrvalsdeildarliðið GOG Håndbold en hann gengur í raðir þess næsta sumar og klárar því leiktíðina hér heima með FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við danska liðið. Óðinn, sem er tvítugur, er einn efnilegasti handboltamaður landsins, en hann hefur farið á kostum undanfarin misseri í Olís-deildinni. Hann gekk í raðir FH fyrir síðustu leiktíð og fór með liðinu í lokaúrslit Íslandsmótsins á fyrsta tímabili. HK-ingurinn uppaldi er búinn að skora 66 mörk í tólf leikjum fyrir FH á tímabilinu eða 5,5 mörk í leik. Hann er búinn að skora úr 72% færa sinna úr horninu og 80% færa úr hraðaupphlaupum en hann er einn skæðasti markaskorari deildarinnar.Óðinn Þór svífur inn úr horninu á móti FH.vísir/ernirÓðinn hefur verið mikilvægur hlekkur í frábærum árgangi sínum í yngri landsliðum en hann var valinn í úrvalslið lokamóts HM U19 ára árið 2015 og einnig í úrvalslið EM U20 ára á síðasta ári. Hann var valinn í íslenska landsliðið í síðasta mánuði sem spilaði tvo vináttuleiki við Svíþjóð en þar kom hann sterkur inn og heldur væntanlega í vonina um að komast á sitt fyrsta stórmót með Íslandi en strákarnir okkar hefja leik á EM í Króatíu 12. janúar. GOG er eitt sögufrægasta lið Danmerkur en það á að baki sjö danska meistaratitla og níu bikarmeistaratitla en síðast varð það danskur meistari árið 2007. Guðmundur Guðmundsson þjálfaði liðið frá 2009-2010 en Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson spiluðu báðir með GOG. Félagið hét áður GOG Svendborg TGI en það fór á hausunn árið 2010 og var sett aftur á laggirnar sem GOG Handbåll. Það byrjaði í næst efstu deild en var fljótt að komast aftur í efstu deild og situr nú í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.Óðinn vonast til að hljóta náð fyrir augum Geirs þegar kemur að valinu á EM-hópnum.vísirGOG er þekkt fyrir að búa til frábæra handboltamenn en á meðal þekktra spilara sem hafa verið á mála hjá því eru dönsku landsliðsstjörnurnar Mikkel Hansen, Lasse Svan Hansen, Anders Eggert og Niklas Landin. GOG er að missa danska hægri hornamanninn Mark Strandgaard til Arons Kristjánssonar í Álaborg og virðist ætla að fylla í skarðið með Óðni sem verður, eins og staðan er, eini leikmaðurinn í liðinu sem er ekki frá Danmörku eða Noregi. Danska félagið virðist vera að gera eitthvað rétt því þýska stórliðið Flensburg er búið að tryggja sér tvo norska leikmenn GOG; vinstri skyttuna Magnus Jöndal og leikstjórnandann Göran Johannessen. Á meðal þekktra leikmann sem eru á mála hjá GOG og eru norski landsliðsmarkvörðurinn Ole Erevik og danski línumaðurinn Torsten Laen.
Olís-deild karla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Sjá meira