Sala rafmagns- og tvinnbíla yfir 1 milljón á árinu Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2017 09:46 Nissan Leaf er mest seldi rafmagnsbíll heims. Nissan Það fer vafalaust ekki framhjá neinum að mikill vöxtur er í sölu rafmagns- og tvinnbíla í heiminum og í fyrsta skipti mun sú sala ná yfir 1 milljón bíla. Á þriðja ársfjórðungi ársins voru seldir 287.000 rafmagns- og tvinnbílar og nam vöxturinn 23% frá öðrum ársfjórðungi og 63% frá þriðja ársfjórðungi í fyrra. Mestur er vöxturinn í Kína og þar í landi voru helmingur allra rafmagns- og tvinnbíla seldir á þessum þriðja ársfjórðungi árisins. Þessar tölur koma líklega ekki á óvart í ljósi þess hve bílaframleiðendur keppast nú við að fjölga rafmagns- og tvinnbílum í bílaflóru sinni, ekki síst þeir kínversku. Margir bílaframleiðendur hafa lýst því yfir að allar þeirra bílgerðir verði brátt boðnar annaðhvort sem tengiltvinnbílar eða hreinræktaðir rafmagnsbílar. Ennfremur hafa margir þeirra líka lýst því yfir að brunavélar sem brenni jarðefnaeldsneyti verði innan fárra áratuga vart í boði í þeirra bílum. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent
Það fer vafalaust ekki framhjá neinum að mikill vöxtur er í sölu rafmagns- og tvinnbíla í heiminum og í fyrsta skipti mun sú sala ná yfir 1 milljón bíla. Á þriðja ársfjórðungi ársins voru seldir 287.000 rafmagns- og tvinnbílar og nam vöxturinn 23% frá öðrum ársfjórðungi og 63% frá þriðja ársfjórðungi í fyrra. Mestur er vöxturinn í Kína og þar í landi voru helmingur allra rafmagns- og tvinnbíla seldir á þessum þriðja ársfjórðungi árisins. Þessar tölur koma líklega ekki á óvart í ljósi þess hve bílaframleiðendur keppast nú við að fjölga rafmagns- og tvinnbílum í bílaflóru sinni, ekki síst þeir kínversku. Margir bílaframleiðendur hafa lýst því yfir að allar þeirra bílgerðir verði brátt boðnar annaðhvort sem tengiltvinnbílar eða hreinræktaðir rafmagnsbílar. Ennfremur hafa margir þeirra líka lýst því yfir að brunavélar sem brenni jarðefnaeldsneyti verði innan fárra áratuga vart í boði í þeirra bílum.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent