Ekki ein María Bjarnadóttir skrifar 8. desember 2017 07:00 Flest okkar sem fáum að gegna foreldrahlutverki erum sammála um að börnum fylgja ekki sérstaklega nákvæmar leiðbeiningar um meðhöndlun til skemmri eða lengri tíma. Það er enginn stimpill um CE-vottaða framleiðslu eða miðar með þvottaleiðbeiningum áfastir við þau. Í raun má segja að það fylgi ítarlegri leiðbeiningar með Billy hillum úr IKEA, en með börnum. Hvort sem um er að ræða heilagan sannleik um tiltekna þætti eins og brjóstagjöf og útivistartíma eða heildarlausnir í uppeldi eins og RIE eða Hjallastefnu, þá eru foreldrar opinmynntur og viljugur markhópur. Við viljum gera allt rétt svo að börnin fái að blómstra og njóta sín. Þau svífi í gegnum lífið íklædd bestu mögulegu lífrænu kanínuull og nái tökum á stærðfræði og félagsfærni vel og snemma. Þess vegna skráum við okkur á námskeiðin. Búum til heimatilbúnu lífrænu rándýru tómatsósuna. Notum ég-skilaboð í samskiptum. Það er því alltaf jafnmikið áfall þegar heilagur sannleikur í uppeldismálum breytist með nýjustu rannsóknum. Allt í einu er bara í lagi að gefa ungbörnum jarðarber. Snuð skekkja ekki góminn. Ekkert glimmer í föndurstund af umhverfisástæðum! Þetta álag minnkar ekki í aðdraganda jólanna þegar allar jólasýningarnar, opnu íþróttaæfingarnar og fjölskyldusamverudagatölin hefja innreið sína og foreldrar þurfa að muna hvaða vinum barnanna megi hrósa og fyrir hverjum þeirra eigi bara að staðfesta að þú hafir séð að barnið hafi lagt sig mikið fram. Við þetta fólk vil ég segja: þið eruð ekki ein. Það er pöntuð pítsa í kvöldmatinn um allt land. Við erum öll að reyna að gera okkar besta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun
Flest okkar sem fáum að gegna foreldrahlutverki erum sammála um að börnum fylgja ekki sérstaklega nákvæmar leiðbeiningar um meðhöndlun til skemmri eða lengri tíma. Það er enginn stimpill um CE-vottaða framleiðslu eða miðar með þvottaleiðbeiningum áfastir við þau. Í raun má segja að það fylgi ítarlegri leiðbeiningar með Billy hillum úr IKEA, en með börnum. Hvort sem um er að ræða heilagan sannleik um tiltekna þætti eins og brjóstagjöf og útivistartíma eða heildarlausnir í uppeldi eins og RIE eða Hjallastefnu, þá eru foreldrar opinmynntur og viljugur markhópur. Við viljum gera allt rétt svo að börnin fái að blómstra og njóta sín. Þau svífi í gegnum lífið íklædd bestu mögulegu lífrænu kanínuull og nái tökum á stærðfræði og félagsfærni vel og snemma. Þess vegna skráum við okkur á námskeiðin. Búum til heimatilbúnu lífrænu rándýru tómatsósuna. Notum ég-skilaboð í samskiptum. Það er því alltaf jafnmikið áfall þegar heilagur sannleikur í uppeldismálum breytist með nýjustu rannsóknum. Allt í einu er bara í lagi að gefa ungbörnum jarðarber. Snuð skekkja ekki góminn. Ekkert glimmer í föndurstund af umhverfisástæðum! Þetta álag minnkar ekki í aðdraganda jólanna þegar allar jólasýningarnar, opnu íþróttaæfingarnar og fjölskyldusamverudagatölin hefja innreið sína og foreldrar þurfa að muna hvaða vinum barnanna megi hrósa og fyrir hverjum þeirra eigi bara að staðfesta að þú hafir séð að barnið hafi lagt sig mikið fram. Við þetta fólk vil ég segja: þið eruð ekki ein. Það er pöntuð pítsa í kvöldmatinn um allt land. Við erum öll að reyna að gera okkar besta.