Áfallið var svo mikið að missa af HM að Buffon gat ekki spilað um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 08:45 Gianluigi Buffon eftir síðasta landsleikinn sinn. Vísir/Getty Juventus datt niður í þriðja sæti ítölsku deildarinnar eftir tap á móti Sampdoria um helgina en ítölsku meistararnir fengu á sig þrjú mörk í leiknum sem er mjög óvenjulegt fyrir þetta öfluga varnarlið. Juventus liðið var þannig aðeins búið að fá á sig ellefu mörk í fyrstu tólf leikjunum en það munaði vissulega um það að tveir lykilmenn varnarinnar voru ekki með liðinu í gær. Ekki voru þeir þó meiddir eða í leikbanni. Það var andlegi þátturinn sem var að trufla þessa tvo frábæru leikmenn. Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og ítalska landsliðsins, var á varamannabekknum eins og landsliðsmiðvörðurinn Andrea Barzagli. Ástæðan? Jú þeir þurftu báðir lengri tíma til að jafna sig á því að ítalska landsliðinu mistókst að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, setti þá báða á bekkinn en sá örugglega eftir því þegar Sampdoria liðið var komið í 3-0. Juventus náði aðeins að laga stöðuna með mörkum Gonzalo Higuain og Paulo Dybala í uppbótartíma. Paulo Dybala kom inná sem varamaður í leiknum. Juventus hefur unnið sex meistaratitla í röð á Ítalíu en er nú fjórum stigum á eftir toppliði Napoli. Internazionale komst upp í annað sætið þökk sé úrslitum helgarinnar. Sampdoria er í sjötta sæti. Hinn 39 ára gamli Gianluigi Buffon vantar 21 leik í viðbót til að bæta leikjametið í ítölsku deildinni. Hann ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir HM næsta sumar svo framarlega sem Juve vinnur ekki Meistaradeildina. Það bjuggust flestir við því að Buffon fengi tækifæri til að taka þátt í sinni sjöttu heimsmeistarakeppni næsta sumar en áfallið var mikið fyrir bæði hann, félagana í landsliðinu og ítölsku þjóðina. Það sást meðal annars á tárum hans í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.Gianluigi BuffonVísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Sjá meira
Juventus datt niður í þriðja sæti ítölsku deildarinnar eftir tap á móti Sampdoria um helgina en ítölsku meistararnir fengu á sig þrjú mörk í leiknum sem er mjög óvenjulegt fyrir þetta öfluga varnarlið. Juventus liðið var þannig aðeins búið að fá á sig ellefu mörk í fyrstu tólf leikjunum en það munaði vissulega um það að tveir lykilmenn varnarinnar voru ekki með liðinu í gær. Ekki voru þeir þó meiddir eða í leikbanni. Það var andlegi þátturinn sem var að trufla þessa tvo frábæru leikmenn. Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og ítalska landsliðsins, var á varamannabekknum eins og landsliðsmiðvörðurinn Andrea Barzagli. Ástæðan? Jú þeir þurftu báðir lengri tíma til að jafna sig á því að ítalska landsliðinu mistókst að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, setti þá báða á bekkinn en sá örugglega eftir því þegar Sampdoria liðið var komið í 3-0. Juventus náði aðeins að laga stöðuna með mörkum Gonzalo Higuain og Paulo Dybala í uppbótartíma. Paulo Dybala kom inná sem varamaður í leiknum. Juventus hefur unnið sex meistaratitla í röð á Ítalíu en er nú fjórum stigum á eftir toppliði Napoli. Internazionale komst upp í annað sætið þökk sé úrslitum helgarinnar. Sampdoria er í sjötta sæti. Hinn 39 ára gamli Gianluigi Buffon vantar 21 leik í viðbót til að bæta leikjametið í ítölsku deildinni. Hann ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir HM næsta sumar svo framarlega sem Juve vinnur ekki Meistaradeildina. Það bjuggust flestir við því að Buffon fengi tækifæri til að taka þátt í sinni sjöttu heimsmeistarakeppni næsta sumar en áfallið var mikið fyrir bæði hann, félagana í landsliðinu og ítölsku þjóðina. Það sást meðal annars á tárum hans í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.Gianluigi BuffonVísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Sjá meira