Seðlabankastjóri Bandaríkjanna tilkynnir um afsögn sína Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2017 19:45 Janet Yellen hefur verið seðlabankastjóri í fjögur ár. Trump ákvað að endurnýja ekki skipan hennar sem bankastjóra og fá frekar sinn mann í embættið. Vísir/AFP Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hún hygðist hætta störfum fyrir bankann þegar hún lætur af embættinu í byrjun febrúar. Donald Trump forseti tilnefndi repúblikanann Jerome Powell sem eftirmann Yellen en hún hefur stjórnað bankanum frá árinu 2014. Skipunartími Yellen hjá Seðlabanka Bandaríkjanna átti ekki að renna út fyrr en árið 2024. Endanlegt brotthvarf Yellen þýðir að fyrir utan Powell er aðeins einn stjórnarmaður bankans eftir sem skipaður var af Barack Obama, fyrrverandi forseta. Trump getur nú skipað varabankastjóra og þrjá stjórnarmenn til viðbótar. Hann hefur þegar tilnefnt í eina stjórnarstöðu hjá bankanum, að því er segir í frétt Politico. „Ég er feykilega stolt af því að hafa unnið með mörgum tryggum og afar hæfum konum og körlum, sérstaklega forvera mínum í stóli bankastjóra, Ben S. Bernanke, en forysta hans í fjármálakreppunni og eftirleik þess var lykilþáttur í að reisa við stoðir fjármálakerfisins okkar og hagsæld efnahagslífsins,“ skrifar Yellen í afsagnarbréfi sínu. Powell, væntanlegur eftirmaður Yellen, hefur verið stjórnarmaður í Seðlabankanum en Obama skipaði hann árið 2012. Hann starfaði áður fyrir Carlyle Group, eitt stærsta fjárfestingafélag heims. Tengdar fréttir Trump tilnefnir nýjan mann í stól seðlabankastjóra Jerome Powell verður að öllum líkindum arftaki Janet Yellen í stóli seðlabankastjóra Bandaríkjanna. 3. nóvember 2017 08:48 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hún hygðist hætta störfum fyrir bankann þegar hún lætur af embættinu í byrjun febrúar. Donald Trump forseti tilnefndi repúblikanann Jerome Powell sem eftirmann Yellen en hún hefur stjórnað bankanum frá árinu 2014. Skipunartími Yellen hjá Seðlabanka Bandaríkjanna átti ekki að renna út fyrr en árið 2024. Endanlegt brotthvarf Yellen þýðir að fyrir utan Powell er aðeins einn stjórnarmaður bankans eftir sem skipaður var af Barack Obama, fyrrverandi forseta. Trump getur nú skipað varabankastjóra og þrjá stjórnarmenn til viðbótar. Hann hefur þegar tilnefnt í eina stjórnarstöðu hjá bankanum, að því er segir í frétt Politico. „Ég er feykilega stolt af því að hafa unnið með mörgum tryggum og afar hæfum konum og körlum, sérstaklega forvera mínum í stóli bankastjóra, Ben S. Bernanke, en forysta hans í fjármálakreppunni og eftirleik þess var lykilþáttur í að reisa við stoðir fjármálakerfisins okkar og hagsæld efnahagslífsins,“ skrifar Yellen í afsagnarbréfi sínu. Powell, væntanlegur eftirmaður Yellen, hefur verið stjórnarmaður í Seðlabankanum en Obama skipaði hann árið 2012. Hann starfaði áður fyrir Carlyle Group, eitt stærsta fjárfestingafélag heims.
Tengdar fréttir Trump tilnefnir nýjan mann í stól seðlabankastjóra Jerome Powell verður að öllum líkindum arftaki Janet Yellen í stóli seðlabankastjóra Bandaríkjanna. 3. nóvember 2017 08:48 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Trump tilnefnir nýjan mann í stól seðlabankastjóra Jerome Powell verður að öllum líkindum arftaki Janet Yellen í stóli seðlabankastjóra Bandaríkjanna. 3. nóvember 2017 08:48