Porsche Boxster fær allt að 494 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2017 15:09 Nýr öflugri Boxster er nú þegar kominn til prófana og til hans sást um daginn. Hjá þýska sportbílaframleiðandanum Porsche er nú unnið að útfærslu afar brautarhæfs Porsche Boxster bíls sem fá mun sömu 6 strokka vél og finna má í Porsche 911 GT3. Núverandi gerð Boxster er með 4 strokka og 2,5 lítra vél. Þessi öfluga gerð hans sem í bígerð er fengi 4,0 lítra 6 strokka vél í 430 til 494 hestafla útfærslum. Ekki er notast við forþjöppu með þessari 6 strokka vél, öndvert við 4 strokka vélarnar í hefðbundnum Boxster og Cayman bílum Porsche. Þessi nýja gerð Boxster mun bæði fást með 6 gíra beinskiptingu og 7 gíra PDK sjálfskiptingu. Ennfremur verður minna lagt í hljóðeinangrun bílsins og hugsanlegt er að hann verði einnig án hljóðkerfis og miðstöðvar, allt til að minnka vigt bílsins og gera hann með því brautarhæfari. Þá verður þessi öflugi Boxster ekki með rafdrifinni blæju heldur handvirkri, einnig til að minnka þungann. Gert er ráð fyrir að bíllinn verði kynntur á fyrri helmingi næsta árs. Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent
Hjá þýska sportbílaframleiðandanum Porsche er nú unnið að útfærslu afar brautarhæfs Porsche Boxster bíls sem fá mun sömu 6 strokka vél og finna má í Porsche 911 GT3. Núverandi gerð Boxster er með 4 strokka og 2,5 lítra vél. Þessi öfluga gerð hans sem í bígerð er fengi 4,0 lítra 6 strokka vél í 430 til 494 hestafla útfærslum. Ekki er notast við forþjöppu með þessari 6 strokka vél, öndvert við 4 strokka vélarnar í hefðbundnum Boxster og Cayman bílum Porsche. Þessi nýja gerð Boxster mun bæði fást með 6 gíra beinskiptingu og 7 gíra PDK sjálfskiptingu. Ennfremur verður minna lagt í hljóðeinangrun bílsins og hugsanlegt er að hann verði einnig án hljóðkerfis og miðstöðvar, allt til að minnka vigt bílsins og gera hann með því brautarhæfari. Þá verður þessi öflugi Boxster ekki með rafdrifinni blæju heldur handvirkri, einnig til að minnka þungann. Gert er ráð fyrir að bíllinn verði kynntur á fyrri helmingi næsta árs.
Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent