Þessi er sneggri en Tesla Roadster Finnur Thorlacius skrifar 22. nóvember 2017 09:29 XING Mobility rafmagnsbíllinn er hlaðinn orku, raforku. Tesla er núbúið að kynna Roadster bíl sinn sem á að verða sneggsti fjöldaframleiddi bíll heims. Það er þó alls ekki víst að svo verði því þessi rafmagnsbíll frá XING Mobility er ennþá sneggri að taka sprettinn í hundraðið. Það tekur hann 1,8 sekúndur en Tesla Roadster bílinn 1,9 sekúndur. Það kemur svo sem ekkert á óvart að þessi bíll sé snöggur en hann er 1.341 hestafl, eða 1 megawatt. Það tekur þennan bíl XING Mobility síðan 5,1 sekúndu að ná 200 km hraða og hámarkshraði hans er 270 km/klst. XING Mobility er frá Taipei í Taiwan og fyrirtækið ætlar að framleiða aðeins 20 svona bíla. Fyrsti bíllinn á að verða tilbúinn á næsta ári til sýningar en sala þessara 20 bíla hefst svo árið 2019. Hvert eintak hans mun kosta eina milljón dollara, eða ríflega 100 milljónir króna. Skipta má um rafhlöðurnar í þessum bíl XING Mobility og tekur það um 5 mínútur. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent
Tesla er núbúið að kynna Roadster bíl sinn sem á að verða sneggsti fjöldaframleiddi bíll heims. Það er þó alls ekki víst að svo verði því þessi rafmagnsbíll frá XING Mobility er ennþá sneggri að taka sprettinn í hundraðið. Það tekur hann 1,8 sekúndur en Tesla Roadster bílinn 1,9 sekúndur. Það kemur svo sem ekkert á óvart að þessi bíll sé snöggur en hann er 1.341 hestafl, eða 1 megawatt. Það tekur þennan bíl XING Mobility síðan 5,1 sekúndu að ná 200 km hraða og hámarkshraði hans er 270 km/klst. XING Mobility er frá Taipei í Taiwan og fyrirtækið ætlar að framleiða aðeins 20 svona bíla. Fyrsti bíllinn á að verða tilbúinn á næsta ári til sýningar en sala þessara 20 bíla hefst svo árið 2019. Hvert eintak hans mun kosta eina milljón dollara, eða ríflega 100 milljónir króna. Skipta má um rafhlöðurnar í þessum bíl XING Mobility og tekur það um 5 mínútur.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent