Giskaði næstum því á rétta kílómetratölu Finnur Thorlacius skrifar 23. nóvember 2017 12:30 Anastasia Dodonova tók í vikunni við lyklunum að nýja bílnum sínum sem hún vann í bílaleik Bílalands. Anastasia Dodonova er ein þeirra sem tóku þátt í bílaleik Bílalands dagana 3. til 18. nóvember. Leikurinn fólst í því að giska á það hvaða tala stæði á kílómetramælinum á ákveðnum bíl í eigu Bílalands og fengi sá þátttakandi bílinn að launum sem giskaði sem næst réttu tölunni. Ekki var gefið upp af hvaða tegund bíllinn væri þótt þátttakendur fengju áskveðnar vísbendingar til að styðjast við. Til að mynda var bíllinn nýskráður árið 2008 og var hann að mati sölumanna að andvirði 450 þúsunda króna. Tekið var fram að hann hefði átt tvo eigendur frá upphafi og hefði alla tíð verið á höfuðborgarsvæðinu. Alls tóku liðlega 2800 manns þátt í leiknum og ein af þeim var Anastasia sem giskaði á að bíllinn væri ekinn 75.436 km. Það reyndist nokkuð nærri lagi því aðeins munaði 71 km á hennar ágiskun og réttu tölunni. Bíllinn reyndist vera Renault Clio, ekinn 75.507 km. Það þýðir að hann hefur aðeins verið ekinn um 8.400 km að meðaltali á ári þau níu ár sem hann hefur verið í umferðinni enda er hann mjög vel með farinn og greinilegt að hann hefur fengið góða umhirðu. Anastasía fékk bílinn afhentan í gær, miðvikudag og óska starfsmenn Bílalands henni innilega til hamingju með nýja jólabílinn. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent
Anastasia Dodonova er ein þeirra sem tóku þátt í bílaleik Bílalands dagana 3. til 18. nóvember. Leikurinn fólst í því að giska á það hvaða tala stæði á kílómetramælinum á ákveðnum bíl í eigu Bílalands og fengi sá þátttakandi bílinn að launum sem giskaði sem næst réttu tölunni. Ekki var gefið upp af hvaða tegund bíllinn væri þótt þátttakendur fengju áskveðnar vísbendingar til að styðjast við. Til að mynda var bíllinn nýskráður árið 2008 og var hann að mati sölumanna að andvirði 450 þúsunda króna. Tekið var fram að hann hefði átt tvo eigendur frá upphafi og hefði alla tíð verið á höfuðborgarsvæðinu. Alls tóku liðlega 2800 manns þátt í leiknum og ein af þeim var Anastasia sem giskaði á að bíllinn væri ekinn 75.436 km. Það reyndist nokkuð nærri lagi því aðeins munaði 71 km á hennar ágiskun og réttu tölunni. Bíllinn reyndist vera Renault Clio, ekinn 75.507 km. Það þýðir að hann hefur aðeins verið ekinn um 8.400 km að meðaltali á ári þau níu ár sem hann hefur verið í umferðinni enda er hann mjög vel með farinn og greinilegt að hann hefur fengið góða umhirðu. Anastasía fékk bílinn afhentan í gær, miðvikudag og óska starfsmenn Bílalands henni innilega til hamingju með nýja jólabílinn.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent