Smíði Volvo XC40 hafin í Belgíu Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2017 09:13 Volvo XC40 settur saman í verksmiðjunni í Gent í Belgíu. Talsverður spenningur er fyrir tilkomu nýs jepplings frá Volvo, þ.e. XC40 en raðsmíði hans er hafin í verksmiðju Volvo í Gent í Belgíu. Þó svo bíllinn komi ekki á markað fyrr en á fyrstu mánuðum næsta árs eru nú þegar komnar 13.000 pantanir í hann. Það verður því í nógu að snúast fyrir starfsfólk verksmiðjunnar í Gent að fylla uppí þær pantanir. Volvo XC40 er fyrsti bíll Volvo sem byggður er á CMA-undirvagninum sem er sameiginlegur með Geely og Volvo bílum, en kínverski bílasmiðurinn Geely er núverandi eigandi Volvo. Í verksmiðjunni í Gent eru líka smíðaðir Volvo V40, V40 Cross Country, S60 og V60 bílarnir. Í verksmiðjunni þurfti að bæta við 363 nýjum róbotum til smíði XC40 bílsins og var hún að auki stækkuð lítillega. Áhugasamir íslenskir kaupendur ættu ekki að þurfa að bíða mjög lengi eftir komu Volvo XC40, en hann mun koma í Brimborg á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og mun hann kosta frá 5.990.000 krónum og er þar um að ræða fjórhjóladrifna bíla. Fyrstu bílarnir sem munu rúlla útúr verksmiðjunni í Gent eru eingöngu fjórhjóladrifnir, en í kjölfarið verða í boði framhjóladrifnir og talsvert ódýrari útgáfur af þessum bíl. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent
Talsverður spenningur er fyrir tilkomu nýs jepplings frá Volvo, þ.e. XC40 en raðsmíði hans er hafin í verksmiðju Volvo í Gent í Belgíu. Þó svo bíllinn komi ekki á markað fyrr en á fyrstu mánuðum næsta árs eru nú þegar komnar 13.000 pantanir í hann. Það verður því í nógu að snúast fyrir starfsfólk verksmiðjunnar í Gent að fylla uppí þær pantanir. Volvo XC40 er fyrsti bíll Volvo sem byggður er á CMA-undirvagninum sem er sameiginlegur með Geely og Volvo bílum, en kínverski bílasmiðurinn Geely er núverandi eigandi Volvo. Í verksmiðjunni í Gent eru líka smíðaðir Volvo V40, V40 Cross Country, S60 og V60 bílarnir. Í verksmiðjunni þurfti að bæta við 363 nýjum róbotum til smíði XC40 bílsins og var hún að auki stækkuð lítillega. Áhugasamir íslenskir kaupendur ættu ekki að þurfa að bíða mjög lengi eftir komu Volvo XC40, en hann mun koma í Brimborg á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og mun hann kosta frá 5.990.000 krónum og er þar um að ræða fjórhjóladrifna bíla. Fyrstu bílarnir sem munu rúlla útúr verksmiðjunni í Gent eru eingöngu fjórhjóladrifnir, en í kjölfarið verða í boði framhjóladrifnir og talsvert ódýrari útgáfur af þessum bíl.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent