Bókareintak með athugasemdum frá Darwin boðið upp Daníel Freyr Birkisson skrifar 24. nóvember 2017 15:09 Charles Darwin setti fram þróunarkenninguna og skrifaði bókina Uppruni tegundanna. vísir/Getty Útprentað eintak af þriðju útgáfu Uppruna tegundanna (On the Origin of Species) með skriflegum athugasemdum höfundarins sjálfs, Charles Darwin, fer á uppboð í næsta mánuði. Uppboðshúsið Christie‘s sér um uppboðið og telja sérfræðingar á þeirra vegum að eintakið sé virði 300-500 þúsund punda, andvirði 41,4-69 milljón króna samkvæmt gengi dagsins í dag. The Guardian greinir frá.Talið er að Darwin hafi ritað athugasemdirnar til undirbúnings fjórðu útgáfu bókarinnar og sent til þýska þýðandans HG Bronn. Við andlát þýðandans hafi bókin orðið að eigu steingervingafræðingsins Melchior Neumayr og eftirleiðis afhenst afkomendum hans. Darwin, sem setti fram þróunarkenninguna árið 1859, leitaðist stöðugt eftir að bæta við kenningar sínar og hugmyndir. Þannig hripaði hann niður á blað og í útprentuð eintök af bókum sínum þær viðbætur sem hann taldi nauðsynlegt að fram kæmu. Einn af sérfræðingum uppboðshússins Christie‘s, Meg Ford, segir að eintök með punktum höfundarins séu afar sjaldgæf. Áður fyrr hafi selst eintak af fyrstu útgáfu bókarinnar, án athugasemda Darwins, og hafi það verið andvirði 269 þúsund punda, eða um 37 milljón íslenskra króna. Uppboðið fer sem áður segir fram í næsta mánuði. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Útprentað eintak af þriðju útgáfu Uppruna tegundanna (On the Origin of Species) með skriflegum athugasemdum höfundarins sjálfs, Charles Darwin, fer á uppboð í næsta mánuði. Uppboðshúsið Christie‘s sér um uppboðið og telja sérfræðingar á þeirra vegum að eintakið sé virði 300-500 þúsund punda, andvirði 41,4-69 milljón króna samkvæmt gengi dagsins í dag. The Guardian greinir frá.Talið er að Darwin hafi ritað athugasemdirnar til undirbúnings fjórðu útgáfu bókarinnar og sent til þýska þýðandans HG Bronn. Við andlát þýðandans hafi bókin orðið að eigu steingervingafræðingsins Melchior Neumayr og eftirleiðis afhenst afkomendum hans. Darwin, sem setti fram þróunarkenninguna árið 1859, leitaðist stöðugt eftir að bæta við kenningar sínar og hugmyndir. Þannig hripaði hann niður á blað og í útprentuð eintök af bókum sínum þær viðbætur sem hann taldi nauðsynlegt að fram kæmu. Einn af sérfræðingum uppboðshússins Christie‘s, Meg Ford, segir að eintök með punktum höfundarins séu afar sjaldgæf. Áður fyrr hafi selst eintak af fyrstu útgáfu bókarinnar, án athugasemda Darwins, og hafi það verið andvirði 269 þúsund punda, eða um 37 milljón íslenskra króna. Uppboðið fer sem áður segir fram í næsta mánuði.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira