Macron í „menningarstríð“ gegn kynjamisrétti og kynferðisofbeldi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2017 23:38 Tilkynningum um nauðganir, önnur kynferðisbrot og kynferðislega áreitni hefur fjölgað um nærri þriðjung í Frakklandi síðan að ásakanirnar á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein fóru að koma fram. Í kjölfarið varð bylting á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu MeToo þar sem konur um allan heim hafa sagt frá kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þær hafa orðið fyrir. vísir/getty Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hyggst heyja „menningarstríð“ gegn kynjamisrétti og kynferðislegu ofbeldi. Hann mun á morgun kynna fimm ára neyðaráætlun í þessum efnum sem felur meðal annars í sér að fræða grunnskólabörn um klám og að auðvelda þolendum kynferðisbrota að leita til lögreglu. Þegar Macron var kjörinn forseti í maí síðastliðnum þá lofaði flokkur hans að endurhugsa kynjapólitík og kynjajafnrétti en franskir femínistar hafa bent á að áætlun Macron verði að fela í sér aukið fjármagn til góðgerðarsamtaka sem vinna með þolendum kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis. Þá þurfi einnig að gera átak í því að þjálfa lögreglumenn í öllu því sem viðkemur kynferðisofbeldi. Macron mun flytja ræðu á morgun þar sem hann mun kynna átakið en 25. nóvember er alþjóðlegur baráttdagur gegn kynbundnu ofbeldi. Þá mun franska ríkisstjórnin jafnframt kynna sjónvarps-og samfélagsmiðlaherferð gegn kynferðisofbeldi og kynjamisrétti. Markmiðið er að breyta hegðun og viðhorfum á sama hátt og gert hefur verið í sambærilegum samfélagslegum herferðum í Frakklandi, til dæmis hvað varðar ölvunarakstur. Þá verður lagt fram frumvarp á þingi á næsta ári þar sem lagt verður til að setja inn nýtt ákvæði varðandi áreitni á götum úti. Einnig er stefnt að því að refsingar fyrir að nauðga börnum og misnota þau á annan kynferðislegan hátt verði hertar. „Þetta snýst um hertar refsingar en þetta snýst líka um að takast á við rót vandans í samfélaginu sem eru yfirráð karla yfir konum. Við þurfum að brjóta niður staðalímyndir, þetta er barátta við menningu okkar,“ segir talsmaður frönsku ríkisstjórnar. Tilkynningum um nauðganir, önnur kynferðisbrot og kynferðislega áreitni hefur fjölgað um nærri þriðjung í Frakklandi síðan að ásakanirnar á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein fóru að koma fram. Í kjölfarið varð bylting á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu MeToo þar sem konur um allan heim hafa sagt frá kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þær hafa orðið fyrir. Frakkland MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hyggst heyja „menningarstríð“ gegn kynjamisrétti og kynferðislegu ofbeldi. Hann mun á morgun kynna fimm ára neyðaráætlun í þessum efnum sem felur meðal annars í sér að fræða grunnskólabörn um klám og að auðvelda þolendum kynferðisbrota að leita til lögreglu. Þegar Macron var kjörinn forseti í maí síðastliðnum þá lofaði flokkur hans að endurhugsa kynjapólitík og kynjajafnrétti en franskir femínistar hafa bent á að áætlun Macron verði að fela í sér aukið fjármagn til góðgerðarsamtaka sem vinna með þolendum kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis. Þá þurfi einnig að gera átak í því að þjálfa lögreglumenn í öllu því sem viðkemur kynferðisofbeldi. Macron mun flytja ræðu á morgun þar sem hann mun kynna átakið en 25. nóvember er alþjóðlegur baráttdagur gegn kynbundnu ofbeldi. Þá mun franska ríkisstjórnin jafnframt kynna sjónvarps-og samfélagsmiðlaherferð gegn kynferðisofbeldi og kynjamisrétti. Markmiðið er að breyta hegðun og viðhorfum á sama hátt og gert hefur verið í sambærilegum samfélagslegum herferðum í Frakklandi, til dæmis hvað varðar ölvunarakstur. Þá verður lagt fram frumvarp á þingi á næsta ári þar sem lagt verður til að setja inn nýtt ákvæði varðandi áreitni á götum úti. Einnig er stefnt að því að refsingar fyrir að nauðga börnum og misnota þau á annan kynferðislegan hátt verði hertar. „Þetta snýst um hertar refsingar en þetta snýst líka um að takast á við rót vandans í samfélaginu sem eru yfirráð karla yfir konum. Við þurfum að brjóta niður staðalímyndir, þetta er barátta við menningu okkar,“ segir talsmaður frönsku ríkisstjórnar. Tilkynningum um nauðganir, önnur kynferðisbrot og kynferðislega áreitni hefur fjölgað um nærri þriðjung í Frakklandi síðan að ásakanirnar á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein fóru að koma fram. Í kjölfarið varð bylting á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu MeToo þar sem konur um allan heim hafa sagt frá kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þær hafa orðið fyrir.
Frakkland MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira