Kári: Þetta dómarapar á ekki heima í deildinni Benedikt Grétarsson skrifar 26. nóvember 2017 19:36 Kári var afar ósáttur við dómgæsluna. vísir/eyþór „Við fáum á okkur 19 mörk í fyrri hálfleik og 34 alls. Það er bara langt yfir því sem við höfum verið að fá á okkur í vetur og við náum bara engum takti í varnarleiknum. Svo er sóknarleikurinn ekkert sérstakur í seinni hálfleik þó að við skorum 31 mark. Við erum bara langt á eftir þeim í vörn og markvörslu,“ sagði Kári Garðarsson eftir 34-31 tap Gróttu gegn Fjölni í Olísdeild karla. Varnarleikurinn var lélegur og óhætt er að segja að slíkt megi líka segja um sóknarleikinn á ögurstundu. „Menn ætluðu að kvitta fyrir og komast í jafnan leik og reyna að stela sigrinum og þá gerast svona hlutir. Heilt yfir, erum við okkur sjálfum verstir í þessum leik. Fjölnir á þennan sigur svo sannarlega skilið.“ Blaðamaður minnist á þá staðreynd að það var allt að verða vitlaust hjá báðum liðum vegna dómgæslunnar. „Það er hárrétt, það var við það að sjóða upp úr og ekki að ástæðulausu. Mér fannst þetta vera á köflum algjör sirkus, ég verð að segja það alveg eins og er. Þetta dómarapar á að mínu viti ekki heima í þessari deild og á þessu „leveli“. Það er bara ekki mitt að stjórna dómaramálum á Íslandi, kannski sem betur fer,“ sagði mjög ósáttur Kári. Finnur Ingi Stefánsson fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og fyrstu fréttir herma að um meiðsli á hásin sé að ræða. „Hann er bara upp á spítala núna. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í hásin og við vonum bara það besta. Það er best að láta læknana úrskurða um þetta og vera ekki að geta of mikið í eyðurnar,“ sagði Kári að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Fjölnir - Grótta 34-31 | Fyrsti sigur Fjölnis Fjölnir náði loksins í sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið fékk Gróttu í heimsókn í Dalhús í botnslag í Olís deild karla í dag. 26. nóvember 2017 19:30 Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
„Við fáum á okkur 19 mörk í fyrri hálfleik og 34 alls. Það er bara langt yfir því sem við höfum verið að fá á okkur í vetur og við náum bara engum takti í varnarleiknum. Svo er sóknarleikurinn ekkert sérstakur í seinni hálfleik þó að við skorum 31 mark. Við erum bara langt á eftir þeim í vörn og markvörslu,“ sagði Kári Garðarsson eftir 34-31 tap Gróttu gegn Fjölni í Olísdeild karla. Varnarleikurinn var lélegur og óhætt er að segja að slíkt megi líka segja um sóknarleikinn á ögurstundu. „Menn ætluðu að kvitta fyrir og komast í jafnan leik og reyna að stela sigrinum og þá gerast svona hlutir. Heilt yfir, erum við okkur sjálfum verstir í þessum leik. Fjölnir á þennan sigur svo sannarlega skilið.“ Blaðamaður minnist á þá staðreynd að það var allt að verða vitlaust hjá báðum liðum vegna dómgæslunnar. „Það er hárrétt, það var við það að sjóða upp úr og ekki að ástæðulausu. Mér fannst þetta vera á köflum algjör sirkus, ég verð að segja það alveg eins og er. Þetta dómarapar á að mínu viti ekki heima í þessari deild og á þessu „leveli“. Það er bara ekki mitt að stjórna dómaramálum á Íslandi, kannski sem betur fer,“ sagði mjög ósáttur Kári. Finnur Ingi Stefánsson fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og fyrstu fréttir herma að um meiðsli á hásin sé að ræða. „Hann er bara upp á spítala núna. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í hásin og við vonum bara það besta. Það er best að láta læknana úrskurða um þetta og vera ekki að geta of mikið í eyðurnar,“ sagði Kári að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Fjölnir - Grótta 34-31 | Fyrsti sigur Fjölnis Fjölnir náði loksins í sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið fékk Gróttu í heimsókn í Dalhús í botnslag í Olís deild karla í dag. 26. nóvember 2017 19:30 Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Fjölnir - Grótta 34-31 | Fyrsti sigur Fjölnis Fjölnir náði loksins í sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið fékk Gróttu í heimsókn í Dalhús í botnslag í Olís deild karla í dag. 26. nóvember 2017 19:30