Hvar eru hommarnir? Benedikt Bóas skrifar 27. nóvember 2017 07:00 Guðmundur Þorbjörnsson er umsjónarmaður þáttarins Markmannshanskarnir hans Alberts Camus, sem hlusta má á Rás 1 á laugardagsmorgnum. Þættirnir eru geggjaðir. Í síðasta þætti var rætt um hvar hommarnir væru í fótbolta. Það er nefnilega ótrúleg staðreynd að enginn hommi, sem sparkar í fótbolta, er eitthvað voðalega góður að sparka í fótbolta. Ekki opinberlega allavega. Þrátt fyrir að fótbolti sé frekar hommaleg íþrótt samkvæmt Sigríði Ásgeirsdóttur menningarfræðingi sem var viðmælandi í þættinum. Persónulega þá skiptir kynhneigð mig engu máli. Mér gæti ekki verið meira sama. Annaðhvort er fólk gott í fótbolta eða ekki og af einhverjum orsökum virðast samkynhneigðir karlmenn einfaldlega ekki góðir í fótbolta. Samkynhneigðar konur eru hins vegar frábærar í fótbolta. Um helgina skörtuðu lið í enska boltanum fyrirliðaböndum og reimum og ég veit ekki hvað og hvað til stuðnings samkynhneigðum. Slíkt er til fyrirmyndar og ég held að það styttist í að fyrsti homminn, sem verði í heimsklassa, komi fram á sjónarsviðið. Það getur bara ekki annað verið. Og hvað gerist þá? Nákvæmlega ekki neitt. Það er nefnilega það fyndna við það. Fólk mun öskra og púa á viðkomandi úr stúkunni en það er engin nýlunda. Flestir heimsklassa leikmenn fá baulið beint í andlitið á útivelli. Íþróttin mun ekkert breytast ef það labbar heimsklassa hommi inn á völlinn. Og er það ekki bara hið besta mál? Ég sé allavega ekki vandamálið. Sá sem gerir það má vinsamlegast troða þeim skoðunum upp í óæðri endann á sér og vera inni í hellinum sínum. Kynhneigð skiptir nefnilega engu máli. Hvorki í fótbolta né lífinu sjálfu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun
Guðmundur Þorbjörnsson er umsjónarmaður þáttarins Markmannshanskarnir hans Alberts Camus, sem hlusta má á Rás 1 á laugardagsmorgnum. Þættirnir eru geggjaðir. Í síðasta þætti var rætt um hvar hommarnir væru í fótbolta. Það er nefnilega ótrúleg staðreynd að enginn hommi, sem sparkar í fótbolta, er eitthvað voðalega góður að sparka í fótbolta. Ekki opinberlega allavega. Þrátt fyrir að fótbolti sé frekar hommaleg íþrótt samkvæmt Sigríði Ásgeirsdóttur menningarfræðingi sem var viðmælandi í þættinum. Persónulega þá skiptir kynhneigð mig engu máli. Mér gæti ekki verið meira sama. Annaðhvort er fólk gott í fótbolta eða ekki og af einhverjum orsökum virðast samkynhneigðir karlmenn einfaldlega ekki góðir í fótbolta. Samkynhneigðar konur eru hins vegar frábærar í fótbolta. Um helgina skörtuðu lið í enska boltanum fyrirliðaböndum og reimum og ég veit ekki hvað og hvað til stuðnings samkynhneigðum. Slíkt er til fyrirmyndar og ég held að það styttist í að fyrsti homminn, sem verði í heimsklassa, komi fram á sjónarsviðið. Það getur bara ekki annað verið. Og hvað gerist þá? Nákvæmlega ekki neitt. Það er nefnilega það fyndna við það. Fólk mun öskra og púa á viðkomandi úr stúkunni en það er engin nýlunda. Flestir heimsklassa leikmenn fá baulið beint í andlitið á útivelli. Íþróttin mun ekkert breytast ef það labbar heimsklassa hommi inn á völlinn. Og er það ekki bara hið besta mál? Ég sé allavega ekki vandamálið. Sá sem gerir það má vinsamlegast troða þeim skoðunum upp í óæðri endann á sér og vera inni í hellinum sínum. Kynhneigð skiptir nefnilega engu máli. Hvorki í fótbolta né lífinu sjálfu.