Það kemur ekki mikið á óvart enda líkast styttan Ronaldo afskaplega lítið. Gárungarnir töluðu um að hún líktist frekar Niall Quinn, fyrrverandi leikmanni Manchester City og Sunderland.
Nýlega var ný stytta af Ronaldo afhjúpuð á Real Madrid-safninu. Óhætt er að segja að hún sé öllu betur heppnuð en styttan á Madeira.
Sonur myndhöggvarans Jose Antonio Navarro Arteaga hvatti hann til að gera nýja styttu af Ronaldo eftir að hafa séð furðuverkið á Madeira.
Ronaldo hefur ekki verið heitur í spænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu en skoraði langþráð mark í 3-2 sigur á Málaga á laugardaginn.
A new Cristiano Ronaldo statue has been unveiled - but is it better than the original classic?!https://t.co/jr8qRFjUYF pic.twitter.com/Ul6yLuxi80
— Goal (@goal) November 27, 2017