Súmóhneykslið dregur dilk á eftir sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. nóvember 2017 08:01 Harumafuji á rætur að rekja til Mongólíu en hefur gert það gott í Japan. Vísir/AFP Hinn mikilsmetni súmóglímukappi Harumafuji hefur ákveðið að leggja Mawashi-beltið sitt á hilluna. Harumafuji, nífaldur súmómeistari, er sagður hafa barið félaga sinn, Takanoiwa, í höfuðið með bjórflösku. Takanoiwa hlaut sprungu í höfuðkúpu af högginu og þurfti að dvelja á sjúkrahúsi í nokkra daga. Harumafuji hefur beðist afsökunar á því að hafa „verið til vandræða“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Málið er talið hið vandræðalegast fyrir súmóglímuheiminn í Japan þar sem gerðar eru stífar kröfur um hegðun og virðingu glímumanna. Þeim er gert að hegða sér nær óaðfinnanlega. Þá er ætlast til þess að þeir sýni engar tilfinningar eftir sigur og stíf virðingarröð ríkir innan súmóheimsins.Sjá einnig: Hneyksli skekur súmóheiminnEf marka má þarlenda miðla virðist Harumafuji hafa reiðst Takanoiwa fyrir að líta reglulega á snjallsímann sinn. Hvað hann var að skoða eða hvenær hann var að því er þó ekki nánar tilgreint. „Ég hafði heyrt útundan mér að hann skorti mannasiði og kurteisi og mér fannst það í mínum verkahring sem eldri súmóglímukappa að segja honum til. Ég gekk þó of langt,“ er haft eftir Harumafuji í gær sem tilkynnti jafnframt að hann væri hættur afskiptum af súmóglímuheiminum. Talsmaður framkvæmdastjórnar japanska súmóglímusambandsins sagði á blaðamannafundi á mánudag að Harumafuji megi búast við „virkilega harðri refsingu“ en að engin ákvörðun hefði enn verið tekin. Japan Mongólía Tengdar fréttir Hneyksli skekur súmóheiminn Strangar kröfur eru gerðar til súmókappa um óaðfinnanlega hegðun. Tveir þeirra lentu í slagsmálum við drykkju sem enduðu með höfuðkúpubroti. 14. nóvember 2017 12:09 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Sjá meira
Hinn mikilsmetni súmóglímukappi Harumafuji hefur ákveðið að leggja Mawashi-beltið sitt á hilluna. Harumafuji, nífaldur súmómeistari, er sagður hafa barið félaga sinn, Takanoiwa, í höfuðið með bjórflösku. Takanoiwa hlaut sprungu í höfuðkúpu af högginu og þurfti að dvelja á sjúkrahúsi í nokkra daga. Harumafuji hefur beðist afsökunar á því að hafa „verið til vandræða“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Málið er talið hið vandræðalegast fyrir súmóglímuheiminn í Japan þar sem gerðar eru stífar kröfur um hegðun og virðingu glímumanna. Þeim er gert að hegða sér nær óaðfinnanlega. Þá er ætlast til þess að þeir sýni engar tilfinningar eftir sigur og stíf virðingarröð ríkir innan súmóheimsins.Sjá einnig: Hneyksli skekur súmóheiminnEf marka má þarlenda miðla virðist Harumafuji hafa reiðst Takanoiwa fyrir að líta reglulega á snjallsímann sinn. Hvað hann var að skoða eða hvenær hann var að því er þó ekki nánar tilgreint. „Ég hafði heyrt útundan mér að hann skorti mannasiði og kurteisi og mér fannst það í mínum verkahring sem eldri súmóglímukappa að segja honum til. Ég gekk þó of langt,“ er haft eftir Harumafuji í gær sem tilkynnti jafnframt að hann væri hættur afskiptum af súmóglímuheiminum. Talsmaður framkvæmdastjórnar japanska súmóglímusambandsins sagði á blaðamannafundi á mánudag að Harumafuji megi búast við „virkilega harðri refsingu“ en að engin ákvörðun hefði enn verið tekin.
Japan Mongólía Tengdar fréttir Hneyksli skekur súmóheiminn Strangar kröfur eru gerðar til súmókappa um óaðfinnanlega hegðun. Tveir þeirra lentu í slagsmálum við drykkju sem enduðu með höfuðkúpubroti. 14. nóvember 2017 12:09 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Sjá meira
Hneyksli skekur súmóheiminn Strangar kröfur eru gerðar til súmókappa um óaðfinnanlega hegðun. Tveir þeirra lentu í slagsmálum við drykkju sem enduðu með höfuðkúpubroti. 14. nóvember 2017 12:09