Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 21-30 | Stjörnumenn náðu fram hefndum Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2017 19:15 vísir/ernir Stjarnan vann góðan sigur á ÍR-ingum, 30-21, í Austurberginu í Olís-deild karla í kvöld og náði liðið því að hefna fyrir ósigurinn í bikarnum á dögunum þegar ÍR-valtaði yfir Stjörnuna. Stjarnan var 11-9 yfir í hálfleik en í síðari hálfleik var í raun aðeins eitt lið á vellinum. Stjörnumenn léku vel og áttu ÍR-ingar fá svör. Egill Magnússon var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með átta mörk en Sturla Ásgeirsson gerði 10 mörk fyrir ÍR í kvöld.Af hverju vann Stjarnan? Liðið var mikið mun ákveðnara í síðari hálfleiknum og náði upp góðum sóknarleik, varnarleik og markvarslan fylgdi síðan með. Þegar Stjarnan nær um sínum leik og leikmenn halda haus getur liðið verið mjög gott og unnið öll lið á landinu. Það vantar bara þennan fræga stöðuleika í liðið og spurning hvernig þeir koma inn í næsta leik.Hverjir stóðu upp úr? Egill Magnússon var frábær í liðið Stjörnunnar, en Ari Magnús Þorgeirsson var einnig mjög öflugur. Sveinbjörn Pétursson fann sig ágætlega í markinu.Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍR-inga var vægast sagt dapur enda skoraði liðið aðeins 21 mark sem telst ekkert spes. Varnarleikurinn var á sama tíma slæmur og þarf ÍR-liðið í raun að skoða margt fyrir næsta leik. Það gekk lítið upp hjá heimamönnum í kvöld. Einar: Horfði ekki á eina mínútu úr síðasta leik„Það er óneitanlega skemmtilegra að ræða þennan leik en síðasta leik á móti þessu liði,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld en liðið tapaði fyrir ÍR í bikarnum með 12 mörkum fyrir aðeins nokkrum dögum. „Við sýndum mikinn karakter og spiluðum bara frábærlega hérna í kvöld. Ég horfði ekki á eina mínútu úr síðasta leik og enginn úr liðinu. Þetta snérist um eitthvað allt annað og við þurfum bara að taka til í hausnum.“ Einar segir að liðið verði núna að halda áfram á þessari braut. „Við höfum verið ofboðslega rokkandi en vonandi náum við að laga þessar sveiflur en það kemur reyndar bara í ljós í næstum leikjum.“ Sturla: Enn bætist á meiðslalistann hjá okkur„Þetta var algjör viðsnúningur frá síðasta leik,“ segir Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR, eftir tapið í kvöld. „Þeir ná upp vörn og markvörslu, það sem við höfðum í síðasta leik. Þeir uppskera bara sannfærandi sigur, þó svo að tölurnar bendi til þess að þetta hafi verið meira sannfærandi en í raun og veru.“ Sturla segir að liðið hafi undirbúið sig svipað fyrir þennan leik og síðasta leik gegn Stjörnunni sem liðið rústaði. „Við vissum auðvitað að þeir kæmu alveg brjálaðir til leiks og myndu laga sína feila. Þeir ná bara upp mun meiri vilja og það er oft nóg til að vinna leiki.“ Hann segir að Olís-deildin sé feikilega jöfn í ár og það sé oft erfitt að tengja saman sigurleiki. „Við vorum með fimm menn á meiðslalistanum fyrir þennan leik og missum síðan menn í meiðsli í kvöld. Við megum illa við þessu.“ Olís-deild karla
Stjarnan vann góðan sigur á ÍR-ingum, 30-21, í Austurberginu í Olís-deild karla í kvöld og náði liðið því að hefna fyrir ósigurinn í bikarnum á dögunum þegar ÍR-valtaði yfir Stjörnuna. Stjarnan var 11-9 yfir í hálfleik en í síðari hálfleik var í raun aðeins eitt lið á vellinum. Stjörnumenn léku vel og áttu ÍR-ingar fá svör. Egill Magnússon var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með átta mörk en Sturla Ásgeirsson gerði 10 mörk fyrir ÍR í kvöld.Af hverju vann Stjarnan? Liðið var mikið mun ákveðnara í síðari hálfleiknum og náði upp góðum sóknarleik, varnarleik og markvarslan fylgdi síðan með. Þegar Stjarnan nær um sínum leik og leikmenn halda haus getur liðið verið mjög gott og unnið öll lið á landinu. Það vantar bara þennan fræga stöðuleika í liðið og spurning hvernig þeir koma inn í næsta leik.Hverjir stóðu upp úr? Egill Magnússon var frábær í liðið Stjörnunnar, en Ari Magnús Þorgeirsson var einnig mjög öflugur. Sveinbjörn Pétursson fann sig ágætlega í markinu.Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍR-inga var vægast sagt dapur enda skoraði liðið aðeins 21 mark sem telst ekkert spes. Varnarleikurinn var á sama tíma slæmur og þarf ÍR-liðið í raun að skoða margt fyrir næsta leik. Það gekk lítið upp hjá heimamönnum í kvöld. Einar: Horfði ekki á eina mínútu úr síðasta leik„Það er óneitanlega skemmtilegra að ræða þennan leik en síðasta leik á móti þessu liði,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld en liðið tapaði fyrir ÍR í bikarnum með 12 mörkum fyrir aðeins nokkrum dögum. „Við sýndum mikinn karakter og spiluðum bara frábærlega hérna í kvöld. Ég horfði ekki á eina mínútu úr síðasta leik og enginn úr liðinu. Þetta snérist um eitthvað allt annað og við þurfum bara að taka til í hausnum.“ Einar segir að liðið verði núna að halda áfram á þessari braut. „Við höfum verið ofboðslega rokkandi en vonandi náum við að laga þessar sveiflur en það kemur reyndar bara í ljós í næstum leikjum.“ Sturla: Enn bætist á meiðslalistann hjá okkur„Þetta var algjör viðsnúningur frá síðasta leik,“ segir Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR, eftir tapið í kvöld. „Þeir ná upp vörn og markvörslu, það sem við höfðum í síðasta leik. Þeir uppskera bara sannfærandi sigur, þó svo að tölurnar bendi til þess að þetta hafi verið meira sannfærandi en í raun og veru.“ Sturla segir að liðið hafi undirbúið sig svipað fyrir þennan leik og síðasta leik gegn Stjörnunni sem liðið rústaði. „Við vissum auðvitað að þeir kæmu alveg brjálaðir til leiks og myndu laga sína feila. Þeir ná bara upp mun meiri vilja og það er oft nóg til að vinna leiki.“ Hann segir að Olís-deildin sé feikilega jöfn í ár og það sé oft erfitt að tengja saman sigurleiki. „Við vorum með fimm menn á meiðslalistanum fyrir þennan leik og missum síðan menn í meiðsli í kvöld. Við megum illa við þessu.“