Kína rýmkar heimildir fyrir erlend fjármálafyrirtæki Ingvar Þór Björnsson skrifar 10. nóvember 2017 17:49 Donald Trump heimsótti Kína í gær og átti fund með Xi Jinping, forseta landsins. Nordicphotos/AFP Yfirvöld í Kína hafa ákveðið að slaka á takmörkunum á erlendu eignarhaldi á eignastýringarfyrirtækjum og fjármálafyrirtækjum. Með rýmkun heimildanna munu erlend fyrirtæki geta átt meirihlutaeign í sjóðum og bönkum. Þá stendur einnig til að erlendir aðilar geti átt meirihluta í tryggingafélögum. Um er að ræða kúvendingu í efnahagsstefnu Kína en stjórnvöld hafa hingað til takmarkað umsvif erlendra fyrirtækja. Ákvörðunin er skref í átt að frekari markaðsvæðingu kínverska fjármálamarkaðsins. Nú þurfa erlendir bankar sem eru með starfsemi í landinu að starfa í gegnum kínverska aðila til að geta átt viðskipti með verðbréf og stýrt eignum.Xi Jinping, forseti Kína, sagði í ræðu sinni í dag á fundi Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja að ekki væri hægt að stöðva alþjóðavæðinguna og lýsti yfir stuðningi við marghliða samvinnu. Þá mun þetta eflaust styrkja viðskiptasamband Bandaríkjanna og Kína. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Kína í gær og átti fund með Xi Jinping. Ræddu þeir til að mynda milliríkjaviðskipti og ástandið á Kóreuskaga. Tilkynningin frá stjórnvöldum landsins kemur því beint í kjölfar fundar leiðtoganna. Trump hefur ítrekað bent á viðskiptasamband ríkjanna sem hann telur vera ósanngjarnt gagnvart Bandaríkjunum. Í kosningabaráttunni talaði hann um viðskiptahallann og sakaði Kína um að eyðileggja efnahag Bandaríkjanna. Jafnframt sagði hann stjórnvöld í landinu halda gjaldmiðli sínum niðri til að bæta samkeppnishæfni sína gagnvart Bandaríkjunum. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Yfirvöld í Kína hafa ákveðið að slaka á takmörkunum á erlendu eignarhaldi á eignastýringarfyrirtækjum og fjármálafyrirtækjum. Með rýmkun heimildanna munu erlend fyrirtæki geta átt meirihlutaeign í sjóðum og bönkum. Þá stendur einnig til að erlendir aðilar geti átt meirihluta í tryggingafélögum. Um er að ræða kúvendingu í efnahagsstefnu Kína en stjórnvöld hafa hingað til takmarkað umsvif erlendra fyrirtækja. Ákvörðunin er skref í átt að frekari markaðsvæðingu kínverska fjármálamarkaðsins. Nú þurfa erlendir bankar sem eru með starfsemi í landinu að starfa í gegnum kínverska aðila til að geta átt viðskipti með verðbréf og stýrt eignum.Xi Jinping, forseti Kína, sagði í ræðu sinni í dag á fundi Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja að ekki væri hægt að stöðva alþjóðavæðinguna og lýsti yfir stuðningi við marghliða samvinnu. Þá mun þetta eflaust styrkja viðskiptasamband Bandaríkjanna og Kína. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Kína í gær og átti fund með Xi Jinping. Ræddu þeir til að mynda milliríkjaviðskipti og ástandið á Kóreuskaga. Tilkynningin frá stjórnvöldum landsins kemur því beint í kjölfar fundar leiðtoganna. Trump hefur ítrekað bent á viðskiptasamband ríkjanna sem hann telur vera ósanngjarnt gagnvart Bandaríkjunum. Í kosningabaráttunni talaði hann um viðskiptahallann og sakaði Kína um að eyðileggja efnahag Bandaríkjanna. Jafnframt sagði hann stjórnvöld í landinu halda gjaldmiðli sínum niðri til að bæta samkeppnishæfni sína gagnvart Bandaríkjunum.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira