Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Karl Lúðvíksson skrifar 13. nóvember 2017 09:34 Þrjár af fjórum helgum þar sem veiði er leyfð á rjúpum eru yfirstaðnar og aðeins ein helgi eftir. Það hefur verið skaplegt veður flesta dagana um allt land með einhverjum undantekningum og ekki annað að heyra á veiðimönnum en að flestir séu búnir að ná í jólamatinn. Magnveiði sem þekktist vel áður fyrr virðist sem betur fer að flestra mati vera að líða undir lok og þær skyttur sem ná því sem þeir þurfa í jólamatinn leggja byssurnar í skápana til hvíldar fram að næsta hausti. Stofninn virðist vera stærri en síðustu ár að mati veiðimanna og helst það í hendur við það sem margir tóku eftir í sumar að hænurnar voru margar hverjar með 6-8 unga sem þær komu á legg. Nú er aðeins ein helgi eftir og langtímaspáin er skyttum greinilega í hag í flestum landshlutum og vonandi ná veiðimenn því sem þeir þurfa í jólamatinn. Það er þó haft á orði meðal veiðimanna að núverandi fyrirkomulag sé ekki besta lausnin sem hægt sé að viðhafa á þessum þar sem hún gerir það að verkum að menn gætu hætt sér út í vafasamar aðstæður en það virðist heldur ekki almenn sátt um hvaða kerfi gæti tekið við svo þangað til verða skyttur landsins að una því formi sem er á veiðunum í dag. Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði
Þrjár af fjórum helgum þar sem veiði er leyfð á rjúpum eru yfirstaðnar og aðeins ein helgi eftir. Það hefur verið skaplegt veður flesta dagana um allt land með einhverjum undantekningum og ekki annað að heyra á veiðimönnum en að flestir séu búnir að ná í jólamatinn. Magnveiði sem þekktist vel áður fyrr virðist sem betur fer að flestra mati vera að líða undir lok og þær skyttur sem ná því sem þeir þurfa í jólamatinn leggja byssurnar í skápana til hvíldar fram að næsta hausti. Stofninn virðist vera stærri en síðustu ár að mati veiðimanna og helst það í hendur við það sem margir tóku eftir í sumar að hænurnar voru margar hverjar með 6-8 unga sem þær komu á legg. Nú er aðeins ein helgi eftir og langtímaspáin er skyttum greinilega í hag í flestum landshlutum og vonandi ná veiðimenn því sem þeir þurfa í jólamatinn. Það er þó haft á orði meðal veiðimanna að núverandi fyrirkomulag sé ekki besta lausnin sem hægt sé að viðhafa á þessum þar sem hún gerir það að verkum að menn gætu hætt sér út í vafasamar aðstæður en það virðist heldur ekki almenn sátt um hvaða kerfi gæti tekið við svo þangað til verða skyttur landsins að una því formi sem er á veiðunum í dag.
Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði