Framleiðslu Ford C-Max Energi hætt Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2017 13:06 Ford C-Max Energi. Þó það gangi ágætlega að selja bíla sem drifnir eru áfram af rafmagni hér á landi og í Noregi á það ekki endilega alls staðar við, meðal annars í Bandaríkjunum. Einn vitnisburður þess er sá að Ford hefur ákveðið að hætta framleiðslu C-Max Energi bíls síns vegna dræmrar sölu hans þar. Ford C-Max Energi er svokallaður tengiltvinnbíll, með bæði rafmótora og brunavél. Ford ætlaði þessum bíl, sem og D-Max með sömu tækni, mikið hlutverk en salan náði bara aldrei neinu flugi. Ford C-Max Energi kom fyrst á markað árið 2012 og síðan þá hafa aðeins selst af honum 40.690 eintök og mest árið 2014, eða 8.433 eintök. Almennt er sala rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla í Bandaríkjunum slök og svo virðist sem lágt eldsneytisverð þar vestra geri það að verkum að bílakaupendur horfa svo til allir framhjá slíkum bílum, þó með undantekningum í bílum Tesla, Chevrolet Volt og Bolt, Toyota Prius Plug-In og Nissan Leaf sem náð hafa nokkurri sölu. Ford ætlar þó alls ekki að gefast upp við framleiðslu bíla sem styðjast við rafmagnsmótora og ætlar að bjóða brátt Ford Escape Energi og Ford Focus Energi, báða tengiltvinnbíla, á næsta ári. Vonandi vegnar þeim betur en C-Max Energi. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent
Þó það gangi ágætlega að selja bíla sem drifnir eru áfram af rafmagni hér á landi og í Noregi á það ekki endilega alls staðar við, meðal annars í Bandaríkjunum. Einn vitnisburður þess er sá að Ford hefur ákveðið að hætta framleiðslu C-Max Energi bíls síns vegna dræmrar sölu hans þar. Ford C-Max Energi er svokallaður tengiltvinnbíll, með bæði rafmótora og brunavél. Ford ætlaði þessum bíl, sem og D-Max með sömu tækni, mikið hlutverk en salan náði bara aldrei neinu flugi. Ford C-Max Energi kom fyrst á markað árið 2012 og síðan þá hafa aðeins selst af honum 40.690 eintök og mest árið 2014, eða 8.433 eintök. Almennt er sala rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla í Bandaríkjunum slök og svo virðist sem lágt eldsneytisverð þar vestra geri það að verkum að bílakaupendur horfa svo til allir framhjá slíkum bílum, þó með undantekningum í bílum Tesla, Chevrolet Volt og Bolt, Toyota Prius Plug-In og Nissan Leaf sem náð hafa nokkurri sölu. Ford ætlar þó alls ekki að gefast upp við framleiðslu bíla sem styðjast við rafmagnsmótora og ætlar að bjóða brátt Ford Escape Energi og Ford Focus Energi, báða tengiltvinnbíla, á næsta ári. Vonandi vegnar þeim betur en C-Max Energi.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent