Framleiðslu Ford C-Max Energi hætt Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2017 13:06 Ford C-Max Energi. Þó það gangi ágætlega að selja bíla sem drifnir eru áfram af rafmagni hér á landi og í Noregi á það ekki endilega alls staðar við, meðal annars í Bandaríkjunum. Einn vitnisburður þess er sá að Ford hefur ákveðið að hætta framleiðslu C-Max Energi bíls síns vegna dræmrar sölu hans þar. Ford C-Max Energi er svokallaður tengiltvinnbíll, með bæði rafmótora og brunavél. Ford ætlaði þessum bíl, sem og D-Max með sömu tækni, mikið hlutverk en salan náði bara aldrei neinu flugi. Ford C-Max Energi kom fyrst á markað árið 2012 og síðan þá hafa aðeins selst af honum 40.690 eintök og mest árið 2014, eða 8.433 eintök. Almennt er sala rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla í Bandaríkjunum slök og svo virðist sem lágt eldsneytisverð þar vestra geri það að verkum að bílakaupendur horfa svo til allir framhjá slíkum bílum, þó með undantekningum í bílum Tesla, Chevrolet Volt og Bolt, Toyota Prius Plug-In og Nissan Leaf sem náð hafa nokkurri sölu. Ford ætlar þó alls ekki að gefast upp við framleiðslu bíla sem styðjast við rafmagnsmótora og ætlar að bjóða brátt Ford Escape Energi og Ford Focus Energi, báða tengiltvinnbíla, á næsta ári. Vonandi vegnar þeim betur en C-Max Energi. Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent
Þó það gangi ágætlega að selja bíla sem drifnir eru áfram af rafmagni hér á landi og í Noregi á það ekki endilega alls staðar við, meðal annars í Bandaríkjunum. Einn vitnisburður þess er sá að Ford hefur ákveðið að hætta framleiðslu C-Max Energi bíls síns vegna dræmrar sölu hans þar. Ford C-Max Energi er svokallaður tengiltvinnbíll, með bæði rafmótora og brunavél. Ford ætlaði þessum bíl, sem og D-Max með sömu tækni, mikið hlutverk en salan náði bara aldrei neinu flugi. Ford C-Max Energi kom fyrst á markað árið 2012 og síðan þá hafa aðeins selst af honum 40.690 eintök og mest árið 2014, eða 8.433 eintök. Almennt er sala rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla í Bandaríkjunum slök og svo virðist sem lágt eldsneytisverð þar vestra geri það að verkum að bílakaupendur horfa svo til allir framhjá slíkum bílum, þó með undantekningum í bílum Tesla, Chevrolet Volt og Bolt, Toyota Prius Plug-In og Nissan Leaf sem náð hafa nokkurri sölu. Ford ætlar þó alls ekki að gefast upp við framleiðslu bíla sem styðjast við rafmagnsmótora og ætlar að bjóða brátt Ford Escape Energi og Ford Focus Energi, báða tengiltvinnbíla, á næsta ári. Vonandi vegnar þeim betur en C-Max Energi.
Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent