Jones tekur við ritstjórninni af Graydon Carter sem gegnt hefur stöðunni síðastliðinn aldarfjórðung.
Jones hefur áður starfað hjá Time magazine og New York Times.
„Það er mér heiður að fá að taka við af Graydon Carter sem ritstjóri Vanity Fair,“ segir Jones á Twitter.
Anna Wintour, ritstjóri Vogue, eiganda Vanity Fair, kveðst ánægð með ráðninguna. „Við erum stolt af því að fá nýjan ritstjóra sem er óhrædd og snjöll. Gáfur hennar og forvitni munu skilgreina framtíð Vanity Fair,“ segir Wintour í yfirlýsingu.
I'm honored and excited to succeed Graydon Carter as editor in chief of @VanityFair.
— Radhika Jones (@radhikajones) November 13, 2017