Verklagsbreytingar í dómgæslu: Útilokun fylgir nú alltaf blátt spjald Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2017 14:58 Frammarinn Sigurður Örn Þorsteinsson fékk umdeilt rautt og blátt spjald á dögunum. mynd/skjáskot Gerðar hafa verið verklagsbreytingar varðandi rauð og blá spjöld í dómgæslu í handboltanum hérna heima. Blátt spjald fylgir nú alltaf rauðu spjaldi, sem er ekki fyrir þrjár tveggja mínútna brottvísanir, og málið fer alltaf fyrir aganefnd HSÍ. Þetta verklag tók gildi í síðustu viku. „Við erum ekki að breyta reglum, heldur verklaginu hvernig við klárum þetta. Dómurum var uppálagt, ef þeir voru í vafa hvort greinar 8.6 og 8.10 sem krefjast bláa spjaldsins, ættu við, að lyfta bláa spjaldinu. Þeir gætu því annað hvort dregið það til baka eða það færi áfram fyrir aganefnd,“ sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, í samtali við Vísi. „Ef þeir gerðu það ekki og brotið verðskuldaði bláa spjaldið gátu þeir ekki bætt því við. Breytingin er sú að alltaf þegar rautt spjald er gefið, fyrir annað en þriðju brottvísun, á bláa spjaldið alltaf að fylgja. Hugmyndin er að þetta fari alltaf fyrir aganefnd.“ Guðjón segir að það séu fyrirmæli til allra dómara og eftirlitsmanna hjá EHF að rauðu spjaldi eigi alltaf að fylgja blátt spjald. En hver er þá tilgangurinn með þessu umtalaða bláa spjaldi? „Upphaflega var þetta hugsað til að greina á milli alvarleika brota. En það hefur sýnt sig að dómarar eru ekki tilbúnir að taka þessa ákvörðun inni á velli með tilvísun í ákveðna reglu. Það virkar ekki. Þess vegna setur EHF þetta sem kröfu, að það sé alltaf blátt spjald með útilokun og það svo tæklað eftir leik,“ sagði Guðjón. Hann bætti því við að í þarsíðustu umferð Olís-deildar karla hafi sést að gamla fyrirkomulagið virki ekki. „Það fóru nokkur rauð spjöld á loft en ekki blátt nema í einu tilfelli. Það voru brot þar, sem verðskulduðu greinilega blátt líka, sem ekkert var hægt að gera við. Það er ekki sanngjarnt gagnvart einum eða neinum,“ sagði Guðjón að lokum. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Gerðar hafa verið verklagsbreytingar varðandi rauð og blá spjöld í dómgæslu í handboltanum hérna heima. Blátt spjald fylgir nú alltaf rauðu spjaldi, sem er ekki fyrir þrjár tveggja mínútna brottvísanir, og málið fer alltaf fyrir aganefnd HSÍ. Þetta verklag tók gildi í síðustu viku. „Við erum ekki að breyta reglum, heldur verklaginu hvernig við klárum þetta. Dómurum var uppálagt, ef þeir voru í vafa hvort greinar 8.6 og 8.10 sem krefjast bláa spjaldsins, ættu við, að lyfta bláa spjaldinu. Þeir gætu því annað hvort dregið það til baka eða það færi áfram fyrir aganefnd,“ sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, í samtali við Vísi. „Ef þeir gerðu það ekki og brotið verðskuldaði bláa spjaldið gátu þeir ekki bætt því við. Breytingin er sú að alltaf þegar rautt spjald er gefið, fyrir annað en þriðju brottvísun, á bláa spjaldið alltaf að fylgja. Hugmyndin er að þetta fari alltaf fyrir aganefnd.“ Guðjón segir að það séu fyrirmæli til allra dómara og eftirlitsmanna hjá EHF að rauðu spjaldi eigi alltaf að fylgja blátt spjald. En hver er þá tilgangurinn með þessu umtalaða bláa spjaldi? „Upphaflega var þetta hugsað til að greina á milli alvarleika brota. En það hefur sýnt sig að dómarar eru ekki tilbúnir að taka þessa ákvörðun inni á velli með tilvísun í ákveðna reglu. Það virkar ekki. Þess vegna setur EHF þetta sem kröfu, að það sé alltaf blátt spjald með útilokun og það svo tæklað eftir leik,“ sagði Guðjón. Hann bætti því við að í þarsíðustu umferð Olís-deildar karla hafi sést að gamla fyrirkomulagið virki ekki. „Það fóru nokkur rauð spjöld á loft en ekki blátt nema í einu tilfelli. Það voru brot þar, sem verðskulduðu greinilega blátt líka, sem ekkert var hægt að gera við. Það er ekki sanngjarnt gagnvart einum eða neinum,“ sagði Guðjón að lokum.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni