Eyjar breytast í Alcatraz fyrir strákana: Er í lagi að stelpurnar spili í annars flokks sal? Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. nóvember 2017 10:00 FH og ÍBV mætast í stórleik níundu umferðar í Olís-deild karla í handbolta í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.20. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í Eyjum en liðin sættust á að víxla heimaleik sem þýðir að ÍBV-liðið verður ekki enn búið að spila á heimavelli eftir níu umferðir. Verið er að leggja parket í aðalsalinn í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum og fékk ÍBV því að víxla heimaleikjunum sem það átti að spila í fyrstu fimm umferðunum. Eyjamenn áttu svo að spila heima á móti Val í sjöttu umferð en fengu að víxla þeim leik líka og spila ekki heima fyrr en í elleftu umferð á móti Fram í næstu viku.Sigurbergur Sveinsson og félagar verða meira og minna heima í Eyjum það sem eftir er.vísir/ernirÞetta þýðir að í þeim fjórtán leikjum sem liðið á eftir spilar það ellefu á heimavelli sem er augljóslega mikill plús. Það er með tólf stig í fjórða sæti deidlarinnar og á eftir að fá alla deildina í heimsókn. Þessi heimaleikjahrina fór ekki vel í Sebastian Alexandersson og Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðinga Seinni bylgjunnar, sem tóku málið fyrir í þættinum á mánudagskvöldið á Stöð 2 Sport HD. Allt er þetta hið furðulegasta mál þar sem annar keppnissalur er í Vestmannaeyjum en þar spilar kvennaliðið sína heimaleiki og spurðu menn sig hvers vegna karlaliðið getur ekki spilað á sama stað. „Ég skil ekki hvernig HSÍ getur leyft þetta. Það er jú sambandið sem á að hafa lög og reglu. Gott og vel ef það væri ekki löglegur keppnissalur í Vestmannaeyjum en stelpurnar eru að spila heimaleiki þarna. Hver er munurinn? Ég spyr að því,“ sagði Sebastian Alexandersson. „Vilja strákarnir ekki spila þarna? Þeir hafa bara ekkert val um það. Þeir eru með löglegan keppnisvöll í Vestmannaeyjum sem stelpurnar geta spilað á. Hvað er verið að segja? Er annars flokks salur fyrir stelpurnar? Mér finnst þetta óverjanlegt.“ Jóhann Gunnar tók í sama streng: „Það er ekki eins og ÍBV hefur ekki spilað í þessum sal. Það spilaði þarna 2014 man ég. Þetta hlýtur að vera útpælt hjá þeim. Núna þegar að kemur hræðilegt veður og allir þurfa að sigla með Herjólfi í þrjá tíma þá þurfa allir að koma til þeirra. Hvaða gáfumenn stendur á baki við þetta?“ sagði hann og bætti við: „Frá 10. desember til 25. mars þá eru þeir á Eyjunni. Þetta er bara Alcatraz fyrir leikmennina. Þeir eru fastir á Eyjunni,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Brot úr þættinum, sem var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, má sjá hér að ofan. Olís-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
FH og ÍBV mætast í stórleik níundu umferðar í Olís-deild karla í handbolta í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.20. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í Eyjum en liðin sættust á að víxla heimaleik sem þýðir að ÍBV-liðið verður ekki enn búið að spila á heimavelli eftir níu umferðir. Verið er að leggja parket í aðalsalinn í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum og fékk ÍBV því að víxla heimaleikjunum sem það átti að spila í fyrstu fimm umferðunum. Eyjamenn áttu svo að spila heima á móti Val í sjöttu umferð en fengu að víxla þeim leik líka og spila ekki heima fyrr en í elleftu umferð á móti Fram í næstu viku.Sigurbergur Sveinsson og félagar verða meira og minna heima í Eyjum það sem eftir er.vísir/ernirÞetta þýðir að í þeim fjórtán leikjum sem liðið á eftir spilar það ellefu á heimavelli sem er augljóslega mikill plús. Það er með tólf stig í fjórða sæti deidlarinnar og á eftir að fá alla deildina í heimsókn. Þessi heimaleikjahrina fór ekki vel í Sebastian Alexandersson og Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðinga Seinni bylgjunnar, sem tóku málið fyrir í þættinum á mánudagskvöldið á Stöð 2 Sport HD. Allt er þetta hið furðulegasta mál þar sem annar keppnissalur er í Vestmannaeyjum en þar spilar kvennaliðið sína heimaleiki og spurðu menn sig hvers vegna karlaliðið getur ekki spilað á sama stað. „Ég skil ekki hvernig HSÍ getur leyft þetta. Það er jú sambandið sem á að hafa lög og reglu. Gott og vel ef það væri ekki löglegur keppnissalur í Vestmannaeyjum en stelpurnar eru að spila heimaleiki þarna. Hver er munurinn? Ég spyr að því,“ sagði Sebastian Alexandersson. „Vilja strákarnir ekki spila þarna? Þeir hafa bara ekkert val um það. Þeir eru með löglegan keppnisvöll í Vestmannaeyjum sem stelpurnar geta spilað á. Hvað er verið að segja? Er annars flokks salur fyrir stelpurnar? Mér finnst þetta óverjanlegt.“ Jóhann Gunnar tók í sama streng: „Það er ekki eins og ÍBV hefur ekki spilað í þessum sal. Það spilaði þarna 2014 man ég. Þetta hlýtur að vera útpælt hjá þeim. Núna þegar að kemur hræðilegt veður og allir þurfa að sigla með Herjólfi í þrjá tíma þá þurfa allir að koma til þeirra. Hvaða gáfumenn stendur á baki við þetta?“ sagði hann og bætti við: „Frá 10. desember til 25. mars þá eru þeir á Eyjunni. Þetta er bara Alcatraz fyrir leikmennina. Þeir eru fastir á Eyjunni,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Brot úr þættinum, sem var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira