Engir VW tengiltvinnbílar fyrir Bandaríkjamarkað Finnur Thorlacius skrifar 15. nóvember 2017 11:17 Volkswagen Golf GTE er einn þeirra tengiltvinnbíla Volkswagen sem ekki virðist eiga erindi á Bandaríkjamarkaði. Þó svo að öll áhersla hjá Volkswagen, sem og mörgum öðrum evrópskum bílaframleiðendum, sé á framleiðslu tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla ætlar Volkswagen ekki að bjóða neinn slíkan bíl á markaði í Bandaríkjunum. Þannig er staðan nú og verður það á næstunni ef marka má orð forstjóra Volkswagen, Herbert Diess. Hann telur að það muni alls ekki svara kostnaði að bjóða slíka bíla á markaði sem hefur mjög takmarkaðan áhuga á slíkum bílum. Sala tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla er fremur dræm í Bandaríkjunum og er það að mestu rakið til þess hve ódýrt eldsneyti er þar í landi. Audi, sem tilheyrir Volkswagen býður hinsvegar Audi A3 e-tron tengiltvinnbílinn á ákveðnum markaðssvæðum í Bandaríkjunum, en ekki Audi Q7 e-tron jeppann af sömu ástæðu og Volkswagen býður ekki sína tengiltvinnbíla í Bandaríkjunum. Hin stóra Volkswagen bílafjölskylda ætlar að kynna nýjan tengiltvinn- eða rafmagnsbíl í hverjum mánuði næstu 15 mánuðina, en ekki er líklegt að nokkur þeirra rati að ströndum Bandaríkjanna, þar er einfaldlega lítil eftirspurn eftir þeim. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent
Þó svo að öll áhersla hjá Volkswagen, sem og mörgum öðrum evrópskum bílaframleiðendum, sé á framleiðslu tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla ætlar Volkswagen ekki að bjóða neinn slíkan bíl á markaði í Bandaríkjunum. Þannig er staðan nú og verður það á næstunni ef marka má orð forstjóra Volkswagen, Herbert Diess. Hann telur að það muni alls ekki svara kostnaði að bjóða slíka bíla á markaði sem hefur mjög takmarkaðan áhuga á slíkum bílum. Sala tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla er fremur dræm í Bandaríkjunum og er það að mestu rakið til þess hve ódýrt eldsneyti er þar í landi. Audi, sem tilheyrir Volkswagen býður hinsvegar Audi A3 e-tron tengiltvinnbílinn á ákveðnum markaðssvæðum í Bandaríkjunum, en ekki Audi Q7 e-tron jeppann af sömu ástæðu og Volkswagen býður ekki sína tengiltvinnbíla í Bandaríkjunum. Hin stóra Volkswagen bílafjölskylda ætlar að kynna nýjan tengiltvinn- eða rafmagnsbíl í hverjum mánuði næstu 15 mánuðina, en ekki er líklegt að nokkur þeirra rati að ströndum Bandaríkjanna, þar er einfaldlega lítil eftirspurn eftir þeim.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent