Norski olíusjóðurinn hyggst selja hlutabréf sín í olíu- og gasfyrirtækjum Daníel Freyr Birkisson skrifar 16. nóvember 2017 15:39 Tillagan þarfnast samþykkis fjármálaráðuneytisins og norska þingsins. Vísir/AP Stjórnendur norska olíusjóðsins hafa lagt það til að sjóðurinn selji hlutabréf sín í fyrirtækjum í olíu og gasiðnaði. Eignir sjóðsins eru metnar á rúmlega eina billjón (þúsund milljarðar) dollara og er hann sá stærsti sinnar tegundar í heiminum. Þetta kemur fram í bréfi sem Seðlabanki Noregs, sem stýrir eignum olíusjóðsins, hefur sent til norska fjármálaráðuneytisins. Tillagan þarfnast samþykki ráðuneytisins og norska Stórþingsins. Í kringum sex prósent af heildareignum norska olíusjóðsins eru bundin í hlutabréfum í olíu- og gasfyrirtækjum, að því er fram kemur í frétt Financial Times. Í bréfi norska seðlabankans segir að með þessu móti, en Noregur er einn af stærstu olíuframleiðendum heims, yrði dregið úr áhættu norska hagkerfisins gagnvart verðþróun í olíu- og gasiðnaði. Norski olíusjóðurinn er meðal annars hluthafi í alþjóðlegum orkufyrirtækjum á borð við BP, Royal Dutch og ExxonMobil. Sjóðurinn hefur á undanförnum árum stækkað ört og í dag nema heildareignir hans nærri tvö hundruð prósent af landsframleiðslu Noregs. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórnendur norska olíusjóðsins hafa lagt það til að sjóðurinn selji hlutabréf sín í fyrirtækjum í olíu og gasiðnaði. Eignir sjóðsins eru metnar á rúmlega eina billjón (þúsund milljarðar) dollara og er hann sá stærsti sinnar tegundar í heiminum. Þetta kemur fram í bréfi sem Seðlabanki Noregs, sem stýrir eignum olíusjóðsins, hefur sent til norska fjármálaráðuneytisins. Tillagan þarfnast samþykki ráðuneytisins og norska Stórþingsins. Í kringum sex prósent af heildareignum norska olíusjóðsins eru bundin í hlutabréfum í olíu- og gasfyrirtækjum, að því er fram kemur í frétt Financial Times. Í bréfi norska seðlabankans segir að með þessu móti, en Noregur er einn af stærstu olíuframleiðendum heims, yrði dregið úr áhættu norska hagkerfisins gagnvart verðþróun í olíu- og gasiðnaði. Norski olíusjóðurinn er meðal annars hluthafi í alþjóðlegum orkufyrirtækjum á borð við BP, Royal Dutch og ExxonMobil. Sjóðurinn hefur á undanförnum árum stækkað ört og í dag nema heildareignir hans nærri tvö hundruð prósent af landsframleiðslu Noregs.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira