Einn án ábyrgðar Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 07:00 Jæja, þá er það vitað. Borgarlögmaður er búinn að úrskurða að Dagur borgarstjóri bar ekki lagalega ábyrgð á biluninni í skólpdælunni, en eins og allir muna flæddi óhreinsað skólp í sjó fram dögum og vikum saman. Jafnframt segir borgarlögmaður að borgarstjóri sé ekki ábyrgur fyrir heilbrigðisnefnd Reykjavíkur. Rifja má upp að ráðning nýs borgarlögmanns nú í haust var mjög umdeild, staðan auglýst í einu dagblaði og sérstaka athygli vakti að forseti borgarstjórnar studdi ekki tillögu borgarstjóra um ráðninguna. Og nú er borgarlögmaðurinn nýi búinn að úrskurða um ábyrgðarleysi Dags. En þessi úrskurður borgarlögmannsins er algerlega tilgangslaus. Allir sem hafa fylgst með borgarmálum undanfarin ár vita að Dagur ber ekki ábyrgð á borgarmálum, hvorki lagalega né pólitíska. Í hvert einasta sinn sem eitthvað fer úrskeiðis gerist það sama, ekki næst í borgarstjóra og ef í hann næst þá er svarið alltaf það sama, einhver annar ber ábyrgðina. Helst er það ríkisvaldinu sem um er að kenna, að minnsta kosti á ríkið að leysa málið. Hver man ekki eftir dekkjakurlinu á sparkvöllunum. Önnur sveitarfélög drifu í því að redda málinu, en borgarstjórinn sagði að ekkert yrði leyst nema með aðkomu ríkisvaldsins. Hörmuleg fjárhagsstaða borgarinnar, ástandið á leikskólunum, umferðartafirnar, hirðuleysið og sóðaskapurinn eða ástandið á húsnæðismarkaðinum, svo fátt eitt sé nefnt, allt fellur þetta undir allsherjar ábyrgðarleysi Dags. En þegar kemur að almannatengslum, þá þarf enginn að efast um ábyrgðina. Fella jólatré, skipta um dekk, dansa á sviði o.s.frv. á þessu ber borgarstjórinn fulla ábyrgð, a.m.k. þangað til borgarlögmaðurinn losar hann undan þeirri ábyrgð líka. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Jæja, þá er það vitað. Borgarlögmaður er búinn að úrskurða að Dagur borgarstjóri bar ekki lagalega ábyrgð á biluninni í skólpdælunni, en eins og allir muna flæddi óhreinsað skólp í sjó fram dögum og vikum saman. Jafnframt segir borgarlögmaður að borgarstjóri sé ekki ábyrgur fyrir heilbrigðisnefnd Reykjavíkur. Rifja má upp að ráðning nýs borgarlögmanns nú í haust var mjög umdeild, staðan auglýst í einu dagblaði og sérstaka athygli vakti að forseti borgarstjórnar studdi ekki tillögu borgarstjóra um ráðninguna. Og nú er borgarlögmaðurinn nýi búinn að úrskurða um ábyrgðarleysi Dags. En þessi úrskurður borgarlögmannsins er algerlega tilgangslaus. Allir sem hafa fylgst með borgarmálum undanfarin ár vita að Dagur ber ekki ábyrgð á borgarmálum, hvorki lagalega né pólitíska. Í hvert einasta sinn sem eitthvað fer úrskeiðis gerist það sama, ekki næst í borgarstjóra og ef í hann næst þá er svarið alltaf það sama, einhver annar ber ábyrgðina. Helst er það ríkisvaldinu sem um er að kenna, að minnsta kosti á ríkið að leysa málið. Hver man ekki eftir dekkjakurlinu á sparkvöllunum. Önnur sveitarfélög drifu í því að redda málinu, en borgarstjórinn sagði að ekkert yrði leyst nema með aðkomu ríkisvaldsins. Hörmuleg fjárhagsstaða borgarinnar, ástandið á leikskólunum, umferðartafirnar, hirðuleysið og sóðaskapurinn eða ástandið á húsnæðismarkaðinum, svo fátt eitt sé nefnt, allt fellur þetta undir allsherjar ábyrgðarleysi Dags. En þegar kemur að almannatengslum, þá þarf enginn að efast um ábyrgðina. Fella jólatré, skipta um dekk, dansa á sviði o.s.frv. á þessu ber borgarstjórinn fulla ábyrgð, a.m.k. þangað til borgarlögmaðurinn losar hann undan þeirri ábyrgð líka. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.