Formaðurinn sem rak Arnar frá Fjölni staðfestir að Arnar verður áfram með Fjölni Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. nóvember 2017 13:36 Arnar Gunnar heldur áfram með Grafarvogsstrákana. vísir/eyþór Einu furðulegasta máli íslensks íþróttalífs þetta árið virðist lokið. Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis í Olís-deild karla í handbolta, verður áfram þjálfari liðsins. Það er afar áhugavert í ljósi þess að hann var rekinn í síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á heimasíðu Fjölnis en þar segir að formaður handknattleiksdeildar, Aðalsteinn Snorrason, að hann hafi lagt fram sáttartillögu á stjórnarfundi á mánudaginn sem var samhljóða samþykkt. Aðalsteinn var einmitt maðurinn sem rak Arnar úr starfi en hann sendi fréttatilkynningu á fjölmiðla þess efnis í síðustu viku. Þar var Arnari þakkað fyrir góð störf. Seinna kom í ljós að Aðalsteinn hafði ekki stuðning stjórnarinnar í þessu máli eins og kom fram í Facebook-færslu frá Jarþrúði Hönnu Jóhnnsdóttur, stjórnarmanni og meðlimi í meistaraflokksráði. Sagði hún að Aðalsteinn hefði verið þarna einn að verki. Mikil óvissa skapaðist eftir þetta furðulega mál og var æfingu Fjölnisliðsins daginn eftir slaufað. Arnar hélt svo áfram að stýra liðinu og var ljóst að hann myndi halda áfram sem þjálfari þess eins og Vísir greindi frá. Aðalsteinn Snorrason skrifar sjálfur undir tilkynninguna á heimasíðu Fjölnis í dag og kemur því áleiðis að hann hafi ekki einn viljað losna við Arnar. „Af gefnu tilefni vill formaður deildarinnar árétta að hann hefur ekki staðið einn í þessu máli og að það er mjög leitt hvernig mál þróuðust. Fjölnismenn munu nú aftur snúa bökum saman og þétta raðirnar,“ segir Aðalsteinn Snorrason. Fjölnir mætir FH í frestuðum leik í Olís-deildinni í kvöld klukkan 19.30. Olís-deild karla Tengdar fréttir Arnar fer hvergi og heldur áfram að þjálfa Fjölni Einhliða ákvörðun formanns handknattleiksdeildar Fjölnis fær ekki að standa. 26. október 2017 07:30 Formaðurinn rak Arnar án stuðnings stjórnarinnar Stjórnarmaður í handknattleiksdeild Fjölnis ósátt með einhliða ákvörðun formannsins. 25. október 2017 18:17 Arnar hættur með Fjölni Arnar Gunnarsson er hættur sem þjálfari karlaliðs Fjölnis í handbolta. 25. október 2017 15:07 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Einu furðulegasta máli íslensks íþróttalífs þetta árið virðist lokið. Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis í Olís-deild karla í handbolta, verður áfram þjálfari liðsins. Það er afar áhugavert í ljósi þess að hann var rekinn í síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á heimasíðu Fjölnis en þar segir að formaður handknattleiksdeildar, Aðalsteinn Snorrason, að hann hafi lagt fram sáttartillögu á stjórnarfundi á mánudaginn sem var samhljóða samþykkt. Aðalsteinn var einmitt maðurinn sem rak Arnar úr starfi en hann sendi fréttatilkynningu á fjölmiðla þess efnis í síðustu viku. Þar var Arnari þakkað fyrir góð störf. Seinna kom í ljós að Aðalsteinn hafði ekki stuðning stjórnarinnar í þessu máli eins og kom fram í Facebook-færslu frá Jarþrúði Hönnu Jóhnnsdóttur, stjórnarmanni og meðlimi í meistaraflokksráði. Sagði hún að Aðalsteinn hefði verið þarna einn að verki. Mikil óvissa skapaðist eftir þetta furðulega mál og var æfingu Fjölnisliðsins daginn eftir slaufað. Arnar hélt svo áfram að stýra liðinu og var ljóst að hann myndi halda áfram sem þjálfari þess eins og Vísir greindi frá. Aðalsteinn Snorrason skrifar sjálfur undir tilkynninguna á heimasíðu Fjölnis í dag og kemur því áleiðis að hann hafi ekki einn viljað losna við Arnar. „Af gefnu tilefni vill formaður deildarinnar árétta að hann hefur ekki staðið einn í þessu máli og að það er mjög leitt hvernig mál þróuðust. Fjölnismenn munu nú aftur snúa bökum saman og þétta raðirnar,“ segir Aðalsteinn Snorrason. Fjölnir mætir FH í frestuðum leik í Olís-deildinni í kvöld klukkan 19.30.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Arnar fer hvergi og heldur áfram að þjálfa Fjölni Einhliða ákvörðun formanns handknattleiksdeildar Fjölnis fær ekki að standa. 26. október 2017 07:30 Formaðurinn rak Arnar án stuðnings stjórnarinnar Stjórnarmaður í handknattleiksdeild Fjölnis ósátt með einhliða ákvörðun formannsins. 25. október 2017 18:17 Arnar hættur með Fjölni Arnar Gunnarsson er hættur sem þjálfari karlaliðs Fjölnis í handbolta. 25. október 2017 15:07 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Arnar fer hvergi og heldur áfram að þjálfa Fjölni Einhliða ákvörðun formanns handknattleiksdeildar Fjölnis fær ekki að standa. 26. október 2017 07:30
Formaðurinn rak Arnar án stuðnings stjórnarinnar Stjórnarmaður í handknattleiksdeild Fjölnis ósátt með einhliða ákvörðun formannsins. 25. október 2017 18:17
Arnar hættur með Fjölni Arnar Gunnarsson er hættur sem þjálfari karlaliðs Fjölnis í handbolta. 25. október 2017 15:07