22,6% aukning í bílasölu í október Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2017 09:35 Toyota Yaris er söluhæsta einstaka bílgerð ársins á fyrstu 10 mánuðunum, en alls hafa 721 slíkir selst. Nýskráðir fólksbílar í október sl. voru 1.114 stk á móti 909 stk. á fyrra ári eða 22.6% aukning. Ef allt árið er tekið til og með 31. október sl. er aukning í nýskráðum fólksbílum 15,1% en skráðir hafa verið 19.375 fólksbílar sem er aukning um 2.541 bíl frá fyrra ári. Hlutfall bílaleigubíla í nýskráningum fólksbíla á árinu er 40,2% af heildinni á þessum fyrstu 10 mánuðum ársins. Söluhæsti bíllinn það sem af er ári er Toyota Yaris en alls hafa verið nýskráð 721 stk af þeirri gerð. Í öðru sæti kemur Toyota RAV4 með 631 stk. og í því þriðja Kia Rio með 574 stk. Ljóst er að bílasala mun slá fyrri met á þessu ári og fara vel yfir 20.000 nýskráða fólksbíla. Hver endanlega niðurstaða verður fer mikið eftir því hvað bílaleigur munu gera fyrir áramót en fyrirhugaðar eru breytingar á vörugjöldum bílaleigubíla sem mun hafa einhver áhrif á þann fjölda sem verður skráður á þessu ári segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent
Nýskráðir fólksbílar í október sl. voru 1.114 stk á móti 909 stk. á fyrra ári eða 22.6% aukning. Ef allt árið er tekið til og með 31. október sl. er aukning í nýskráðum fólksbílum 15,1% en skráðir hafa verið 19.375 fólksbílar sem er aukning um 2.541 bíl frá fyrra ári. Hlutfall bílaleigubíla í nýskráningum fólksbíla á árinu er 40,2% af heildinni á þessum fyrstu 10 mánuðum ársins. Söluhæsti bíllinn það sem af er ári er Toyota Yaris en alls hafa verið nýskráð 721 stk af þeirri gerð. Í öðru sæti kemur Toyota RAV4 með 631 stk. og í því þriðja Kia Rio með 574 stk. Ljóst er að bílasala mun slá fyrri met á þessu ári og fara vel yfir 20.000 nýskráða fólksbíla. Hver endanlega niðurstaða verður fer mikið eftir því hvað bílaleigur munu gera fyrir áramót en fyrirhugaðar eru breytingar á vörugjöldum bílaleigubíla sem mun hafa einhver áhrif á þann fjölda sem verður skráður á þessu ári segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent