Framleiðslu VW Scirocco hætt Finnur Thorlacius skrifar 7. nóvember 2017 11:30 Volkswagen Scirocco hefur ávallt verið fallegur og sportlegur bíll og hálfgerð synd að framleiðslu hans sé nú hætt. Volkswagen hefur tekið þá ákvörðun að hætta framleiðslu Scirocco bíls síns eftir 43 ára framleiðslusögu bílsins, þó svo hlé hafi orðið á framleiðslunni. Scirocco hefur ávallt þótt í fallegri kantinum enda ávallt með sportlegu yfirbragði. Fyrsta kynslóð Scirocco var teiknaður af Ítalanum Georgette Guigiaro og kom hann á markað árið 1974. Önnur kynslóð bílsins kom svo 1981 og var sá bíll í framleiðslu til ársins 1992, en þá var framleiðslunni hætt í bili. Hún var svo tekin upp aftur árið 2009 er þriðja kynslóð bílsins var kynnt. Síðasta nýja útgáfa bílsins var Scirocco R með allt að 276 hestafla vél, en fá mátti Scirocco með einum 6 vélarkostum. Ástæða þess að Volkswagen hættir nú framleiðslu Scirocco er einna helst sú staðreynd að bíllinn hefur bara ekki selst nógu vel, en eftir dísilvélahneyksli Volkswagen hefur fyrirtækið skorið niður í bílgerðaúrvalinu og þá helst í þeim gerðum sem ekki seljast í miklu magni. Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent
Volkswagen hefur tekið þá ákvörðun að hætta framleiðslu Scirocco bíls síns eftir 43 ára framleiðslusögu bílsins, þó svo hlé hafi orðið á framleiðslunni. Scirocco hefur ávallt þótt í fallegri kantinum enda ávallt með sportlegu yfirbragði. Fyrsta kynslóð Scirocco var teiknaður af Ítalanum Georgette Guigiaro og kom hann á markað árið 1974. Önnur kynslóð bílsins kom svo 1981 og var sá bíll í framleiðslu til ársins 1992, en þá var framleiðslunni hætt í bili. Hún var svo tekin upp aftur árið 2009 er þriðja kynslóð bílsins var kynnt. Síðasta nýja útgáfa bílsins var Scirocco R með allt að 276 hestafla vél, en fá mátti Scirocco með einum 6 vélarkostum. Ástæða þess að Volkswagen hættir nú framleiðslu Scirocco er einna helst sú staðreynd að bíllinn hefur bara ekki selst nógu vel, en eftir dísilvélahneyksli Volkswagen hefur fyrirtækið skorið niður í bílgerðaúrvalinu og þá helst í þeim gerðum sem ekki seljast í miklu magni.
Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent