Íslendingalið Ålesund mætti nýkrýndum meisturum Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Adam Örn Arnarson og Daníel Grétarsson voru í byrjunarliði Ålesund, en Aron Elís Þrándarson byrjaði á bekknum.
Nicklas Bendtner kom meisturunum yfir úr vítaspyrnu á 55. mínútu, en Mos jafnaði fyrir Ålesund á 69. mínútu leiksins.
Ganamaðurinn Edwin Gyasi skoraði sigurmark Ålesund á 75. mínútu og urðu lokatölur 2-1.
Aron Elís kom inn á fyrir markaskorarann Gyasi á 89. mínútu leiksins. Nokkrum mínútum fyrr hafði Adam Örn verið tekinn út af.
Þrátt fyrir sigurinn er Ålesund enn í fallsæti þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Liðið getur bjargað sér frá falli, en fimm stiga eru upp í lið Tromsö.
Matthías Vilhjálmsson var ekki í leikmannahóp Rosenborg, en hann er enn að glíma við meiðsli á hné.
