Rjúpnaveiðin gengur vel um allt land Karl Lúðviksson skrifar 30. október 2017 08:47 Það var fjölmennt á fjöllum um allt land um helgina þegar rjúpnaveiðar hófust og heilt yfir eru veiðimenn ánægðir með þessa fyrstu helgi. Það er sama hvaðan við fáum fréttir af rjúpnaveiðum, það eru góðar tölur að berast um allt land og veiðimenn fullyrða að það sé mun meira af rjúpu en síðustu ár. Þar er líklega hluti sú skýring að ekkert alvarlegt hret hefur orðið í haust og þar af leiðandi eru afföll enn sem komið er mjög lág enda sést það á hlutfalli ungfugla í aflanum en hann er að sögn veiðimanna mjög hár þetta árið. Algengt er að skyttur séu að ná 5-10 fuglum yfir daginn og sumir hafa farið aðeins yfir það. Það er rétt að minna veiðimenn á að gæta hófs við veiðar og veiða ekki meira en við þurfum til að halda áfram að gefa stofninum tækifæri til að stækka enn frekar og þar af leiðandi styrkja sjálfbærni veiðanna. Það er þó ekki svo að veiðar séu það sem hefur mest áhrif á afföll, þar er það veður og síðan auðvitað þau rándýr sem að stórum hluta sækja í rjúpuna t.d. fálki og refur. Veiðarnar hafa þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig en björgunarsveitir hafa verið kallaðar út í að minnsta þrígang til að leita að skyttum. Mest lesið Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Rangárnar með yfirburði í veiðitölum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Veiðitímabilið loksins farið í gang Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði 99 sm urriði í vorveiðinni í Ytri Rangá Veiði Sandá merkt í bak og fyrir Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði
Það var fjölmennt á fjöllum um allt land um helgina þegar rjúpnaveiðar hófust og heilt yfir eru veiðimenn ánægðir með þessa fyrstu helgi. Það er sama hvaðan við fáum fréttir af rjúpnaveiðum, það eru góðar tölur að berast um allt land og veiðimenn fullyrða að það sé mun meira af rjúpu en síðustu ár. Þar er líklega hluti sú skýring að ekkert alvarlegt hret hefur orðið í haust og þar af leiðandi eru afföll enn sem komið er mjög lág enda sést það á hlutfalli ungfugla í aflanum en hann er að sögn veiðimanna mjög hár þetta árið. Algengt er að skyttur séu að ná 5-10 fuglum yfir daginn og sumir hafa farið aðeins yfir það. Það er rétt að minna veiðimenn á að gæta hófs við veiðar og veiða ekki meira en við þurfum til að halda áfram að gefa stofninum tækifæri til að stækka enn frekar og þar af leiðandi styrkja sjálfbærni veiðanna. Það er þó ekki svo að veiðar séu það sem hefur mest áhrif á afföll, þar er það veður og síðan auðvitað þau rándýr sem að stórum hluta sækja í rjúpuna t.d. fálki og refur. Veiðarnar hafa þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig en björgunarsveitir hafa verið kallaðar út í að minnsta þrígang til að leita að skyttum.
Mest lesið Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Rangárnar með yfirburði í veiðitölum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Veiðitímabilið loksins farið í gang Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði 99 sm urriði í vorveiðinni í Ytri Rangá Veiði Sandá merkt í bak og fyrir Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði