2000 afmælisgestir Finnur Thorlacius skrifar 31. október 2017 16:32 Múgur og margmenni var í Mitsubishi salnum allan daginn. Það var sannkölluð afmælisstemning í sýningarsölum Mitsubishi þegar blásið var til 100 ára afmælisveislu japanska bílaframleiðandans síðasta laugardag. Mikill fjöldi gesta lagði leið sína á Laugaveginn til að gæða sér á afmælisköku og kaffi og skoða úrvalið af bílum. Til sýnis voru allir nýir bílar Mitsubishi sem hafa verið á sérstöku afmælistilboði á árinu og slegið aldeilis í gegn. Sá vinsælasti, Mitsubishi Outlander PHEV, hefur selst í 410 eintökum það sem af er árs og óhætt er að kalla hann smell ársins, enda er hann vinsælasti tengiltvinnbíllinn á Íslandi 2016 og 2017. En það voru fleiri sem vöktu athygli í afmælisveislunni því eftirlíking af fyrsta bíl Mitsubishi, Model A sem kom á markað árið 1917, laðaði að sér ungu kynslóðina sem lét mynda sig í bak og fyrir með þessum sögufræga bíl. „Þetta var sérstaklega ánægjulegur dagur og gaman hversu margir sáu sér fært að fagna deginum með okkur,“ segir Úlfar Kjartansson nýbakaður sölustjóri Mitsubishi sem fékk þann heiður að skera fyrstu sneiðina af risastórri afmæliskökunni. „Það var stöðugur straumur gesta allan daginn og við gerum ráð fyrir að um 2000 manns hafi komið í heimsókn. Það vildi líka svo skemmtilega til að samdægurs fengum við sendingu af nýrri útgáfu Outlander PHEV, sem kallast Invite + svo það var nóg að skoða,“ segir Úlfar. Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent
Það var sannkölluð afmælisstemning í sýningarsölum Mitsubishi þegar blásið var til 100 ára afmælisveislu japanska bílaframleiðandans síðasta laugardag. Mikill fjöldi gesta lagði leið sína á Laugaveginn til að gæða sér á afmælisköku og kaffi og skoða úrvalið af bílum. Til sýnis voru allir nýir bílar Mitsubishi sem hafa verið á sérstöku afmælistilboði á árinu og slegið aldeilis í gegn. Sá vinsælasti, Mitsubishi Outlander PHEV, hefur selst í 410 eintökum það sem af er árs og óhætt er að kalla hann smell ársins, enda er hann vinsælasti tengiltvinnbíllinn á Íslandi 2016 og 2017. En það voru fleiri sem vöktu athygli í afmælisveislunni því eftirlíking af fyrsta bíl Mitsubishi, Model A sem kom á markað árið 1917, laðaði að sér ungu kynslóðina sem lét mynda sig í bak og fyrir með þessum sögufræga bíl. „Þetta var sérstaklega ánægjulegur dagur og gaman hversu margir sáu sér fært að fagna deginum með okkur,“ segir Úlfar Kjartansson nýbakaður sölustjóri Mitsubishi sem fékk þann heiður að skera fyrstu sneiðina af risastórri afmæliskökunni. „Það var stöðugur straumur gesta allan daginn og við gerum ráð fyrir að um 2000 manns hafi komið í heimsókn. Það vildi líka svo skemmtilega til að samdægurs fengum við sendingu af nýrri útgáfu Outlander PHEV, sem kallast Invite + svo það var nóg að skoða,“ segir Úlfar.
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent