Arnar: Eigum að spila loftfimleikahandbolta í hverri umferð Smári Jökull Jónsson skrifar 22. október 2017 19:29 Arnar Pétursson er þjálfari ÍBV Vísir/Vilhelm Arnar Pétursson þjálfari ÍBV var gríðarlega ánægður með stigin tvö sem Eyjamenn fengu gegn ÍR í dag en viðurkenndi að það væri ýmsilegt sem Eyjamenn geta lagað í sínum leik. „Við vorum ofboðslega slakir fyrstu 12-15 mínúturnar og aðeins betri í næstu 15-18. Seinni hálfleikur var svo með skárra móti. Við byrjuðum leikinn mjög illa og það er eitthvað sem við þurfum virkilega að skoða,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leikinn í Breiðholtinu í dag. Uppstilltur sóknarleikur Eyjamanna gekk brösuglega í dag og þeir hafa fengið gagnrýni fyrir sóknartilburði sína hingað til. „Ég er alveg sammála því að sóknin var ekki nógu góð.. Við erum að skila tveimur punktum og þurfum að vera þakklátir fyrir það. Auðvitað er margt sem við getum lagað og við verðum að gera það," sagði Arnar en bætti við að kröfurnar á vel mannað lið ÍBV væru miklar. „Við erum það lið sem á að spila einhvern loftfimleikahandbolta í hverri umferð en við erum ekkert að spá í hvað aðrir eru að láta út úr sér. Við erum að hugsa um okkur sjálfa og hvernig við getum lagað okkar leik,“ bætti Arnar við. Hornamaðurinn öflugi, Theodór Sigurbjörnsson, var ekki með ÍBV vegna meiðsla og þá fóru tveir leikmenn Eyjamanna af velli í dag, þeir Elliði Snær Viðarsson og Daníel Griffin en meiðsli hans litu út fyrir að vera alvarleg. „Teddi meiddist á æfingu í gær. Hann meiddist á fingri og það verður skoðað á morgun. Vonandi er það ekki alvarlegt en það leit ekkert vel út. Við fáum sem betur fer tvær vikur núna og það ætti að duga Elliða. Hann hefur verið að glíma við smá tognun.“ „Mér líst ekkert á Daníel. Hann er 17 ára strákur sem er okkur mjög mikilvægur þó það sjái það kannski ekki allir. En varnarlega er hann mikilvægur fyrir okkur og það er áfall að missa hann út. Mér líst ekkert á þetta hjá honum ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ sagði Arnar. Eyjamenn fara inn í landsliðspásuna með 10 stig eftir sjö umferðir en þeir hafa eingöngu leikið á útivelli fram til þessa þar sem verið er að leggja parket á gólfið í íþróttahúsinu í Eyjum. Fara Arnar og hans menn sáttir inn í pásuna? „Já, við gerum það. Við unnum leikinn í dag gegn sterku ÍR-liði. Bjarni er búinn að búa til mjög flott lið og við erum þakklátir fyrir þessi tvö stig. Við erum að ná í punkta og eigum erfiðan leik gegn Selfyssingum næst. Síðan förum við heim og getum varla beðið eftir því.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍR - ÍBV 25-27 | Eyjamenn stálu sigrinum í lokin ÍBV vann sætan sigur á ÍR í Breiðholtinu í dag. Lokatölur 27-25 eftir að heimamenn höfðu leitt allan tímann. 22. október 2017 19:45 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
Arnar Pétursson þjálfari ÍBV var gríðarlega ánægður með stigin tvö sem Eyjamenn fengu gegn ÍR í dag en viðurkenndi að það væri ýmsilegt sem Eyjamenn geta lagað í sínum leik. „Við vorum ofboðslega slakir fyrstu 12-15 mínúturnar og aðeins betri í næstu 15-18. Seinni hálfleikur var svo með skárra móti. Við byrjuðum leikinn mjög illa og það er eitthvað sem við þurfum virkilega að skoða,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leikinn í Breiðholtinu í dag. Uppstilltur sóknarleikur Eyjamanna gekk brösuglega í dag og þeir hafa fengið gagnrýni fyrir sóknartilburði sína hingað til. „Ég er alveg sammála því að sóknin var ekki nógu góð.. Við erum að skila tveimur punktum og þurfum að vera þakklátir fyrir það. Auðvitað er margt sem við getum lagað og við verðum að gera það," sagði Arnar en bætti við að kröfurnar á vel mannað lið ÍBV væru miklar. „Við erum það lið sem á að spila einhvern loftfimleikahandbolta í hverri umferð en við erum ekkert að spá í hvað aðrir eru að láta út úr sér. Við erum að hugsa um okkur sjálfa og hvernig við getum lagað okkar leik,“ bætti Arnar við. Hornamaðurinn öflugi, Theodór Sigurbjörnsson, var ekki með ÍBV vegna meiðsla og þá fóru tveir leikmenn Eyjamanna af velli í dag, þeir Elliði Snær Viðarsson og Daníel Griffin en meiðsli hans litu út fyrir að vera alvarleg. „Teddi meiddist á æfingu í gær. Hann meiddist á fingri og það verður skoðað á morgun. Vonandi er það ekki alvarlegt en það leit ekkert vel út. Við fáum sem betur fer tvær vikur núna og það ætti að duga Elliða. Hann hefur verið að glíma við smá tognun.“ „Mér líst ekkert á Daníel. Hann er 17 ára strákur sem er okkur mjög mikilvægur þó það sjái það kannski ekki allir. En varnarlega er hann mikilvægur fyrir okkur og það er áfall að missa hann út. Mér líst ekkert á þetta hjá honum ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ sagði Arnar. Eyjamenn fara inn í landsliðspásuna með 10 stig eftir sjö umferðir en þeir hafa eingöngu leikið á útivelli fram til þessa þar sem verið er að leggja parket á gólfið í íþróttahúsinu í Eyjum. Fara Arnar og hans menn sáttir inn í pásuna? „Já, við gerum það. Við unnum leikinn í dag gegn sterku ÍR-liði. Bjarni er búinn að búa til mjög flott lið og við erum þakklátir fyrir þessi tvö stig. Við erum að ná í punkta og eigum erfiðan leik gegn Selfyssingum næst. Síðan förum við heim og getum varla beðið eftir því.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍR - ÍBV 25-27 | Eyjamenn stálu sigrinum í lokin ÍBV vann sætan sigur á ÍR í Breiðholtinu í dag. Lokatölur 27-25 eftir að heimamenn höfðu leitt allan tímann. 22. október 2017 19:45 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
Umfjöllun: ÍR - ÍBV 25-27 | Eyjamenn stálu sigrinum í lokin ÍBV vann sætan sigur á ÍR í Breiðholtinu í dag. Lokatölur 27-25 eftir að heimamenn höfðu leitt allan tímann. 22. október 2017 19:45