Eiður Smári: EM að þakka að ég enda ekki sem gamall og bitur maður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 08:30 Eiður Smári Guðjohnsen þakkar fyrir leik á EM 2016. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen endaði ferilinn sinn í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 og hann er þakklátur fyrir það að hafa fengið að taka þátt í stórmóti með íslenska landsliðinu. Eiður Smári ræddi afrek íslenska karlalandsliðsins að komast inn á HM í Rússlandi við blaðmanninn Ashley Hammond hjá Flóafréttum, Gulfnews International. Íslensku strákarnir náðu að fylgja eftir sögulegum árangri á EM með því að halda áfram að endurskrifa íslenska knattspyrnusögu. Ashley Hammond byrjar viðtalið á því að segja frá því að Eiður Smári hafi skorað 26 mörk í 88 landsleikjum frá 1996 til 2016 en að landsliðið hafi aðeins byrjað að komast inn á stórmót þegar komið var að því hjá honum að leggja skóna á hilluna. Eiður Smári var hinsvegar með íslenska landsliðinu á fyrsta stórmótinu á EM í Frakklandi sumarið 2016 þar sem hann kom inná sem varamaður í jafnteflinu á móti Ungverjalandi og í leiknum á móti Frakklandi í átta liða úrslitunum. „Evrópumótið hjálpaði mér svo sannarlega,“ sagði Eiður Smári þar sem hann hitti blaðamann Flóafrétta á hóteli í Dúbæ þar sem hann er að kenna við Football Escapes knattspyrnuskólann. „Ég spilaði bara tvo leiki og aðeins í tíu til fimmtán mínútur en það var nóg til að gefa mér fyllingu og upplifa draum sem ég hafði átt frá því að ég var strákur,“ sagði Eiður Smári. „Nú er auðveldara fyrir mig að sjá þá fara inn á HM án þess að ég fái að vera með. Ef ég hefði ekki farið með á EM þá værir þú líklega að horfa á bitran gamlan mann,“ sagði Eiður Smári sem segir að skrokkurinn sé búinn að setja stopp. „Ég mun vilja spila fótbolta þar til að ég dey en líkamlega þá get ég það ekki lengur,“ sagði Eiður Smári. Hann veit að hann átti sinn þátt í þessu öllu saman ekki síst sem sterk fyrirmynd fyrir þá stráka sem eru í aðalhlutverki í íslenska landsliðinu í dag. Það má lesa allt viðtalið við Eið Smára með því að smella hér.Eiður Smári var nálægt því að skora í Ungverjaleiknum.Vísir/GettyEiður Smári að koma inn á í fyrsta sinn á stórmóti.Vísir/GettyEiður Smári kemur inn á fyrir Kolbein Sigþórsson í leiknum á móti Ungverjalandi á EM 2016.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen endaði ferilinn sinn í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 og hann er þakklátur fyrir það að hafa fengið að taka þátt í stórmóti með íslenska landsliðinu. Eiður Smári ræddi afrek íslenska karlalandsliðsins að komast inn á HM í Rússlandi við blaðmanninn Ashley Hammond hjá Flóafréttum, Gulfnews International. Íslensku strákarnir náðu að fylgja eftir sögulegum árangri á EM með því að halda áfram að endurskrifa íslenska knattspyrnusögu. Ashley Hammond byrjar viðtalið á því að segja frá því að Eiður Smári hafi skorað 26 mörk í 88 landsleikjum frá 1996 til 2016 en að landsliðið hafi aðeins byrjað að komast inn á stórmót þegar komið var að því hjá honum að leggja skóna á hilluna. Eiður Smári var hinsvegar með íslenska landsliðinu á fyrsta stórmótinu á EM í Frakklandi sumarið 2016 þar sem hann kom inná sem varamaður í jafnteflinu á móti Ungverjalandi og í leiknum á móti Frakklandi í átta liða úrslitunum. „Evrópumótið hjálpaði mér svo sannarlega,“ sagði Eiður Smári þar sem hann hitti blaðamann Flóafrétta á hóteli í Dúbæ þar sem hann er að kenna við Football Escapes knattspyrnuskólann. „Ég spilaði bara tvo leiki og aðeins í tíu til fimmtán mínútur en það var nóg til að gefa mér fyllingu og upplifa draum sem ég hafði átt frá því að ég var strákur,“ sagði Eiður Smári. „Nú er auðveldara fyrir mig að sjá þá fara inn á HM án þess að ég fái að vera með. Ef ég hefði ekki farið með á EM þá værir þú líklega að horfa á bitran gamlan mann,“ sagði Eiður Smári sem segir að skrokkurinn sé búinn að setja stopp. „Ég mun vilja spila fótbolta þar til að ég dey en líkamlega þá get ég það ekki lengur,“ sagði Eiður Smári. Hann veit að hann átti sinn þátt í þessu öllu saman ekki síst sem sterk fyrirmynd fyrir þá stráka sem eru í aðalhlutverki í íslenska landsliðinu í dag. Það má lesa allt viðtalið við Eið Smára með því að smella hér.Eiður Smári var nálægt því að skora í Ungverjaleiknum.Vísir/GettyEiður Smári að koma inn á í fyrsta sinn á stórmóti.Vísir/GettyEiður Smári kemur inn á fyrir Kolbein Sigþórsson í leiknum á móti Ungverjalandi á EM 2016.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira