Síðasti Holden bíllinn rúllar af böndunum Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2017 11:24 Síðasti Holden bíllinn tilbúinn og starfseminni lokið eftir 69 ára framleiðslu. Bílaframleiðandinn Holden í Ástralíu sem er í eigu General Motors framleiddi sinn síðasta bíl í síðustu viku eftir 69 ára framleiðslusögu og alls tæplega 7,7 milljón bíla framleiðslu. Síðasti bíllinn var af gerðinni Holden Commodore Redline, sem er 455 hestafla bíll með V8 vél sem má telja nokkurskonar vörumerki fyrir Holden bíla sem margir hverjir hafa verið gríðaröflugir. General Motors hefur á síðustu árum verið að skera niður þær framleiðslueiningar sínar sem ekki skapa hagnað fyrir móðurfélagið og er niðurskurðurinn í Ástralíu liður í því, enda hefur á síðustu árum verið tap af rekstri Holden. General Motors hefur einnig hætt sölu Chevrolet bíla í Evrópu og selt Opel/Vauxhall til PSA Peugeot-Citroën. Lokun Holden verksmiðjanna markar endalok bílaframleiðslu í Ástralíu, að minnsta kosti í bili, því aðeins eru liðnar 3 vikur síðan Volvo lokaði einnig verksmiðju sinni í Ástralíu. Um 75% af starfsfólki í verksmiðjum Holden hefur fengið aðra vinnu, enda hefur aðdragandinn að lokuninni verið langur. Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent
Bílaframleiðandinn Holden í Ástralíu sem er í eigu General Motors framleiddi sinn síðasta bíl í síðustu viku eftir 69 ára framleiðslusögu og alls tæplega 7,7 milljón bíla framleiðslu. Síðasti bíllinn var af gerðinni Holden Commodore Redline, sem er 455 hestafla bíll með V8 vél sem má telja nokkurskonar vörumerki fyrir Holden bíla sem margir hverjir hafa verið gríðaröflugir. General Motors hefur á síðustu árum verið að skera niður þær framleiðslueiningar sínar sem ekki skapa hagnað fyrir móðurfélagið og er niðurskurðurinn í Ástralíu liður í því, enda hefur á síðustu árum verið tap af rekstri Holden. General Motors hefur einnig hætt sölu Chevrolet bíla í Evrópu og selt Opel/Vauxhall til PSA Peugeot-Citroën. Lokun Holden verksmiðjanna markar endalok bílaframleiðslu í Ástralíu, að minnsta kosti í bili, því aðeins eru liðnar 3 vikur síðan Volvo lokaði einnig verksmiðju sinni í Ástralíu. Um 75% af starfsfólki í verksmiðjum Holden hefur fengið aðra vinnu, enda hefur aðdragandinn að lokuninni verið langur.
Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent