Seinni bylgjan: Spurningin sem enginn hatar meira en Snorri Steinn Guðjónsson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2017 10:00 Tómas Þór Þórðarson og strákarnir í Seinni bylgjunni tók fyrir stöðu Snorra Steins Guðjónssonar, annars þjálfara Valsliðsins í þættinum í gær. Valsliðið spilaði afar dapran sóknarleik í stórtap á móti FH í toppslag deildarinnar á sunnudaginn. „Endalausa spurningin er, spurning sem einn maður hatar meira en allt í heiminum og það er hann sjálfur, Snorri Steinn Guðjónsson,“ sagði Tómas Þór sem var þá að vísa í það að Snorri Steinn hefur ekki spilað með Valsliðinu í vetur. Það héldu flestir að hann ætlaði að vera spilandi þjálfari á þessu tímabili. Snorri Steinn ætlar sér að gera alvöru leikstjórnanda úr Ými Erni Gíslasyni sem hefur fengið að spila mikið á miðjunni í sókn Vals. Það hefur hinsvegar ekki gengið alltof vel. „Menn bíða eftir meiru frá Ými. Hann var meiddur í undirbúningnum og það mæðir mikið á honum í varnarleiknum. Ég veit bara ekki hvort hann sé í standi til þess að taka sóknina líka. Þá er það spurningin hvort Snorri eigi ekki að létta það af honum og spila sjálfur á móti Antoni á miðjunni í sókn. Taka kannski 50 prósent á móti honum. Ég veit það ekki en hann bara stýrir því sjálfur,“ sagði Dagur Sigurðsson sem var spekingur þáttarins í gær með Sigfúsi Sigurðssyni. „Fyrst og fremst þarf liðið í heild á ná meiri rytma og meiri hraða. Passa það að vera ekki svona útreiknalegir,“ bætti Dagur við. Snorri Steinn hefur ekki gefið mikið af sér í upphafi tímabils hvað varðandi viðtöl og annað en Dagur býst við meiru frá honum. „Ég held að það eigi eftir að koma meira. Ég held að hann eigi eftir að koma inn á völlinn. Við megum ekki gleyma því að þetta eru fyrstu sjö, átta leikir hans á þjálfaraferlinum og hann er að koma inn í samstarf með Gulla. Þeir eru kannski ennþá að finna fjalirnar og Gulli er mjög reynslumikill þjálfari úr deildinni. Það er ekkert skrýtið að hann sé leiðandi í þessu enda þekkir hann þetta landslag vel,“ sagði Dagur. Það má finna alla umræðuna um Snorra Stein í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Sjá meira
Tómas Þór Þórðarson og strákarnir í Seinni bylgjunni tók fyrir stöðu Snorra Steins Guðjónssonar, annars þjálfara Valsliðsins í þættinum í gær. Valsliðið spilaði afar dapran sóknarleik í stórtap á móti FH í toppslag deildarinnar á sunnudaginn. „Endalausa spurningin er, spurning sem einn maður hatar meira en allt í heiminum og það er hann sjálfur, Snorri Steinn Guðjónsson,“ sagði Tómas Þór sem var þá að vísa í það að Snorri Steinn hefur ekki spilað með Valsliðinu í vetur. Það héldu flestir að hann ætlaði að vera spilandi þjálfari á þessu tímabili. Snorri Steinn ætlar sér að gera alvöru leikstjórnanda úr Ými Erni Gíslasyni sem hefur fengið að spila mikið á miðjunni í sókn Vals. Það hefur hinsvegar ekki gengið alltof vel. „Menn bíða eftir meiru frá Ými. Hann var meiddur í undirbúningnum og það mæðir mikið á honum í varnarleiknum. Ég veit bara ekki hvort hann sé í standi til þess að taka sóknina líka. Þá er það spurningin hvort Snorri eigi ekki að létta það af honum og spila sjálfur á móti Antoni á miðjunni í sókn. Taka kannski 50 prósent á móti honum. Ég veit það ekki en hann bara stýrir því sjálfur,“ sagði Dagur Sigurðsson sem var spekingur þáttarins í gær með Sigfúsi Sigurðssyni. „Fyrst og fremst þarf liðið í heild á ná meiri rytma og meiri hraða. Passa það að vera ekki svona útreiknalegir,“ bætti Dagur við. Snorri Steinn hefur ekki gefið mikið af sér í upphafi tímabils hvað varðandi viðtöl og annað en Dagur býst við meiru frá honum. „Ég held að það eigi eftir að koma meira. Ég held að hann eigi eftir að koma inn á völlinn. Við megum ekki gleyma því að þetta eru fyrstu sjö, átta leikir hans á þjálfaraferlinum og hann er að koma inn í samstarf með Gulla. Þeir eru kannski ennþá að finna fjalirnar og Gulli er mjög reynslumikill þjálfari úr deildinni. Það er ekkert skrýtið að hann sé leiðandi í þessu enda þekkir hann þetta landslag vel,“ sagði Dagur. Það má finna alla umræðuna um Snorra Stein í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Sjá meira