Á endanum er þetta þess virði Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. október 2017 07:00 Kosningabarátta um sæti á Alþingi er fín á fjögurra ára fresti en að fá þetta í andlitið tvö ár í röð er alltof mikið. Þessi stutta kosningabarátta er flesta að drepa enda hefur hún að miklu leyti bara snúist um skítkast og hvað þessi gerði, eða öllu heldur gerði ekki, síðast þegar að hann fékk að ráða. Nú síðast var Sigríður Á. Andersen bara í fyrradag að fá spurningu í beinni útsendingu um síðustu stjórnarslit eins og við séum ekki komin yfir það. Segið mér hvað er næst; við hverju má ég ég búast af þeim sem ætla að stýra landinu og með hverjum eruð þið tilbúin að vinna. Íslenska kosningabaráttan varð aðeins skemmtilegri í fyrra þegar flokkarnir fóru að nota samfélagsmiðla meira og sumir gerðu það stórvel. Kosningaherferðir sumra hafa verið tær snilld eins og hjá Vinstri grænum að fela alla nema Kötu Jak tvö ár í röð. Og af hverju ekki? Kata er geggjuð og fylgið eykst og eykst. Að þessu sinni hefur nafnlausum lúðum tekist að eyðileggja samfélagsmiðlapælinguna og aðallega netupplifunina með því að troða inn heimskulegum áróðursmyndböndum á Youtube og fleiri staði. Ég veit ekki alveg hvort fólk sem gerir svona áttar sig á hvað sumir taka Youtube-rúntinn sinn alvarlega og hafa engan húmor fyrir svona leiðindum. Kvöldið sem gerir þetta allt þess virði er kosninganóttin. Þetta kvöld er ljósárum á undan Eurovision í mínum bókum. Eftir mikla vinnu starfsmanna flokkanna og stjórnmálamannanna geta þeir lítið annað gert en skellt í einn tvöfaldan og beðið eftir því að heyra Ólaf Þ. Harðarson útskýra fyrir þeim tölurnar. Vitaskuld í „sögulegu samhengi“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tómas Þór Þórðarson Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun
Kosningabarátta um sæti á Alþingi er fín á fjögurra ára fresti en að fá þetta í andlitið tvö ár í röð er alltof mikið. Þessi stutta kosningabarátta er flesta að drepa enda hefur hún að miklu leyti bara snúist um skítkast og hvað þessi gerði, eða öllu heldur gerði ekki, síðast þegar að hann fékk að ráða. Nú síðast var Sigríður Á. Andersen bara í fyrradag að fá spurningu í beinni útsendingu um síðustu stjórnarslit eins og við séum ekki komin yfir það. Segið mér hvað er næst; við hverju má ég ég búast af þeim sem ætla að stýra landinu og með hverjum eruð þið tilbúin að vinna. Íslenska kosningabaráttan varð aðeins skemmtilegri í fyrra þegar flokkarnir fóru að nota samfélagsmiðla meira og sumir gerðu það stórvel. Kosningaherferðir sumra hafa verið tær snilld eins og hjá Vinstri grænum að fela alla nema Kötu Jak tvö ár í röð. Og af hverju ekki? Kata er geggjuð og fylgið eykst og eykst. Að þessu sinni hefur nafnlausum lúðum tekist að eyðileggja samfélagsmiðlapælinguna og aðallega netupplifunina með því að troða inn heimskulegum áróðursmyndböndum á Youtube og fleiri staði. Ég veit ekki alveg hvort fólk sem gerir svona áttar sig á hvað sumir taka Youtube-rúntinn sinn alvarlega og hafa engan húmor fyrir svona leiðindum. Kvöldið sem gerir þetta allt þess virði er kosninganóttin. Þetta kvöld er ljósárum á undan Eurovision í mínum bókum. Eftir mikla vinnu starfsmanna flokkanna og stjórnmálamannanna geta þeir lítið annað gert en skellt í einn tvöfaldan og beðið eftir því að heyra Ólaf Þ. Harðarson útskýra fyrir þeim tölurnar. Vitaskuld í „sögulegu samhengi“.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun