Munu Haukarnir missa Daníel í janúar? „Hann er að gera meira en Janus Daði í fyrra“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. október 2017 13:00 Erfitt er að mótmæla því að Daníel Þór Ingason, skytta Hauka í Olís-deild karla, sé búinn að vera besti útispilari mótsins það sem af er vetri. Af nokkrum mjög góðum er Daníel að spila stórkostlega en hann er að skora 7,2 mörk að meðaltali í leik með 61 prósent skotnýtingu, gefa tvær stoðsendingar að meðtali, stela einum bolta og spila vörnina eins og kóngur með 6,6 löglegar stöðvanir að meðaltali í leik. Enn eina ferðina var hann tekinn fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi enda ekkert annað hægt. „Getum við ekki sleppt því að sýna þetta. Þetta er náttúrlega ekki hægt. Gæinn er rugl. Þetta er alveg eins og í síðasta leik og hina fjóra á undan,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur þáttarins, léttur í bragði. „Hann var góður í sóknarleiknum en í varnarleiknum var hann ótrúlega góður. Hann spilar þristinn en er sá sem fer út í menn á meðan hinir hafa það náðugt fyrir aftan.“ Haukarnir urðu fyrir áfalli á síðustu leiktíð þegar að leikstjórnandinn Janus Daði Smárason yfirgaf liðið á miðju tímabili og gekk í raðir Álaborgar í Danmörku. Aron Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Hauka, hirti þar besta manninn af Haukunum sem féllu svo úr leik í átta liða úrslitum mótsins. „Daníel er að gera meira [en Janus í fyrra]. Miðað við leikmennina sem hann er með við hliðina á sér er hann að gera allt. Ég myndi taka hann úr umferð í hvert einasta skipti og sjá hvað hinir gera,“ sagði Gunnar Berg Viktorson og Jóhann Gunnar tók undir: „Daníel er langbestur í Haukaliðinu eins og er þannig Haukarnir mega ekki missa hann og fara að byrja upp á nýtt. Ég er ekki alveg nógu hrifinn af þessu, menn eiga bara að fara þegar að tímabilið er búið,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar grillaði Eyjamenn: Ólýsanlega leiðinlegt og Róbert dripplar eins og í 4. flokki ÍBV er ekki að heilla í byrjun Olís-deildarinnar þrátt fyrir að vera í fjórða sæti. 11. október 2017 10:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Erfitt er að mótmæla því að Daníel Þór Ingason, skytta Hauka í Olís-deild karla, sé búinn að vera besti útispilari mótsins það sem af er vetri. Af nokkrum mjög góðum er Daníel að spila stórkostlega en hann er að skora 7,2 mörk að meðaltali í leik með 61 prósent skotnýtingu, gefa tvær stoðsendingar að meðtali, stela einum bolta og spila vörnina eins og kóngur með 6,6 löglegar stöðvanir að meðaltali í leik. Enn eina ferðina var hann tekinn fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi enda ekkert annað hægt. „Getum við ekki sleppt því að sýna þetta. Þetta er náttúrlega ekki hægt. Gæinn er rugl. Þetta er alveg eins og í síðasta leik og hina fjóra á undan,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur þáttarins, léttur í bragði. „Hann var góður í sóknarleiknum en í varnarleiknum var hann ótrúlega góður. Hann spilar þristinn en er sá sem fer út í menn á meðan hinir hafa það náðugt fyrir aftan.“ Haukarnir urðu fyrir áfalli á síðustu leiktíð þegar að leikstjórnandinn Janus Daði Smárason yfirgaf liðið á miðju tímabili og gekk í raðir Álaborgar í Danmörku. Aron Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Hauka, hirti þar besta manninn af Haukunum sem féllu svo úr leik í átta liða úrslitum mótsins. „Daníel er að gera meira [en Janus í fyrra]. Miðað við leikmennina sem hann er með við hliðina á sér er hann að gera allt. Ég myndi taka hann úr umferð í hvert einasta skipti og sjá hvað hinir gera,“ sagði Gunnar Berg Viktorson og Jóhann Gunnar tók undir: „Daníel er langbestur í Haukaliðinu eins og er þannig Haukarnir mega ekki missa hann og fara að byrja upp á nýtt. Ég er ekki alveg nógu hrifinn af þessu, menn eiga bara að fara þegar að tímabilið er búið,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar grillaði Eyjamenn: Ólýsanlega leiðinlegt og Róbert dripplar eins og í 4. flokki ÍBV er ekki að heilla í byrjun Olís-deildarinnar þrátt fyrir að vera í fjórða sæti. 11. október 2017 10:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Gunnar grillaði Eyjamenn: Ólýsanlega leiðinlegt og Róbert dripplar eins og í 4. flokki ÍBV er ekki að heilla í byrjun Olís-deildarinnar þrátt fyrir að vera í fjórða sæti. 11. október 2017 10:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni