Það voru forsvarsmenn 9:11 Magazine frá Porsche sem börðust fyrir því að fá að koma til Íslands til að taka upp þessa stiklu hérlendis. Þeir vildu meina að Ísland væri einstakt vegna þeirra andstæðu sem náttúran hér stendur fyrir. Þær andstæður endurspeglast í bílnum sem er bæði rafmagnsbíll en líka með mestu hröðunina og aflið í sínum flokki bíla.
Bíllinn sem verið er að kynna í þessari stiklu frá 9:11 Magazine er enginn venjulegur bíll en Porsche Turbo S E-Hybrid Sport Turismo er 680 hestafla orkubolti sem er í senn fjölskyldubíll og sportkerra og tekur sprettinn í hundraðið á 3,2 sekúndum.
Icelandair tók mikinn þátt í að koma bílnum til landsins og var hann fluttur af einni af Cargo vél Icelandair. Náttúrufegurð Íslands nýtur sín mjög vel í þessari kynningarstiklu frá Porsche, en þau eru orðin ófá myndskeiðin sem tekin hafa verið upp hér á landi á undanförnum árum af bílaframleiðendum heimsins.

