Samkvæmt heimildum Vísis er handboltamaðurinn Daði Laxdal Gautason á heimleið og mun ganga í raðir Gróttu.
Daði hefur fengið sig lausan frá norska liðinu Kolstad sem hann fór til í sumar. Á síðasta tímabili lék Daði með Stord í norsku B-deildinni.
Daði er uppalinn hjá Gróttu og lék síðast með liðinu tímabilið 2015-16. Hann skoraði þá 93 mörk í 23 leikjum í Olís-deild karla. Daði hefur einnig leikið með Val og HK hér á landi.
Gróttu veitir ekki af liðsstyrk en Seltirningar sitja stigalausir á botni Olís-deildarinnar.
Næsti leikur Gróttu er gegn Aftureldingu á sunnudaginn.
Daði Laxdal aftur á Nesið

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Grótta 28-24 | Seltirningar enn án stiga
Fram vann fjögurra marka sigur á Gróttu 28-24 í lokaleik dagsins í Olís-deild karla en þetta var annar sigur Fram í síðustu þremur leikjum á meðan Grótta er enn án stiga.