Stundvísi og reglusemi Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 18. október 2017 07:00 Þegar ég var ungur prestur í Vestmannaeyjum vitjaði ég sjúkrahússins reglubundið og þar kynntist ég manni sem átti konu sem lifði við minnissjúkdóm og erfið veikindi. Ég man hvað mér þótti það fallegt hvernig hann kom á hverjum einasta degi að vitja hennar alltaf klukkan fjögur, sat hjá henni, hélt í hönd hennar og flutti henni fréttir. Og þótt hún væri með málstol og gæti engu svarað þá naut hún augljóslega heimsókna hans. Einn daginn þegar ég kom tók ég eftir því að maðurinn var ekki á sínum stað. Þegar ég fór að spyrjast fyrir var mér tjáð að hann hefði ekki mætt daginn áður á sínum rétta tíma og því hefði orðið að ráði að hringt var heim til hans eftir vaktaskiptin sem voru á þeim tíma sem hann var vanur að mæta. Þegar ekki var svarað var haft samband við dóttur hans og brátt kom í ljós að þessi vinur minn hafði dottið heima hjá sér og lá þar brotinn og ósjálfbjarga. Stundvísi mannsins og reglusemi varð til þess að þegar munstrið breyttist fór fólk að spyrja sig spurninga og hans var vitjað strax og þannig komst hann fljótt undir læknishendur. Það getur vel verið að ég sé orðin óttalega miðaldra en ég finn hvað mér finnst það erfitt og stuðandi, þegar ég er t.d að gifta fólk að það er nánast aldrei hægt að byrja á réttum tíma af því að hluti af brúðkaupsgestum kemur ekki fyrr en athöfnin á að vera byrjuð. Stundum hef ég orðið vitni að því að það er búið að fela brúðina inni í skrúðhúsi svo að hún fái að vera sú síðasta sem gengur inn kirkjugólfið, alltént ekki með móða og másandi brúðkaupsgesti á eftir sér eins og fullorðna hringabera eða blómastúlkur. Stundvísi er dýrmætur eiginleiki sem gott er að ástunda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Göngum í takt Skoðun
Þegar ég var ungur prestur í Vestmannaeyjum vitjaði ég sjúkrahússins reglubundið og þar kynntist ég manni sem átti konu sem lifði við minnissjúkdóm og erfið veikindi. Ég man hvað mér þótti það fallegt hvernig hann kom á hverjum einasta degi að vitja hennar alltaf klukkan fjögur, sat hjá henni, hélt í hönd hennar og flutti henni fréttir. Og þótt hún væri með málstol og gæti engu svarað þá naut hún augljóslega heimsókna hans. Einn daginn þegar ég kom tók ég eftir því að maðurinn var ekki á sínum stað. Þegar ég fór að spyrjast fyrir var mér tjáð að hann hefði ekki mætt daginn áður á sínum rétta tíma og því hefði orðið að ráði að hringt var heim til hans eftir vaktaskiptin sem voru á þeim tíma sem hann var vanur að mæta. Þegar ekki var svarað var haft samband við dóttur hans og brátt kom í ljós að þessi vinur minn hafði dottið heima hjá sér og lá þar brotinn og ósjálfbjarga. Stundvísi mannsins og reglusemi varð til þess að þegar munstrið breyttist fór fólk að spyrja sig spurninga og hans var vitjað strax og þannig komst hann fljótt undir læknishendur. Það getur vel verið að ég sé orðin óttalega miðaldra en ég finn hvað mér finnst það erfitt og stuðandi, þegar ég er t.d að gifta fólk að það er nánast aldrei hægt að byrja á réttum tíma af því að hluti af brúðkaupsgestum kemur ekki fyrr en athöfnin á að vera byrjuð. Stundum hef ég orðið vitni að því að það er búið að fela brúðina inni í skrúðhúsi svo að hún fái að vera sú síðasta sem gengur inn kirkjugólfið, alltént ekki með móða og másandi brúðkaupsgesti á eftir sér eins og fullorðna hringabera eða blómastúlkur. Stundvísi er dýrmætur eiginleiki sem gott er að ástunda.
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun