Kínverjar munu framleiða milljón rafmagnsbíla á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 18. október 2017 12:45 Úr bílasamsetningarverksmiðju í Kína. Einna mesti vöxtur í rafmagnsbílaframleiðslu er austur í Kína. Áætlanir þaðan segja til um að framleiðsla rafmagnsbíla verði komin í 1 milljón bíla á næsta ári. Árið 2020 verður hún orðin 3 milljónir bíla og 7 milljónir árið 2025. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs voru framleiddir 424.000 rafmagnsbílar og var vöxturinn 40,2% á milli ára. Kínverskir ráðamenn liggja nú undir feldi og velta fyrir sér á hvaða ári bannað verður að selja bíla með brunavélar þar, en búast má við yfirlýsingu þess efnis brátt. Kínversk yfirvöld hafa ýtt mjög undir framleiðslu rafmagnsbíla og ætla að taka forystuna í heiminum í þeim efnum. Í Kína eru framleiddir flestir bílar allra landa í heiminum, en þar seldust ríflega 28 milljón bílar í fyrra. Forstjóri BYD bílaframleiðandans kínverska lét hafa eftir sér um daginn að árið 2030 muni líklega enginn kínverskur bílaframleiðandi enn framleiða bíla með hefðbundnum brunavélum. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent
Einna mesti vöxtur í rafmagnsbílaframleiðslu er austur í Kína. Áætlanir þaðan segja til um að framleiðsla rafmagnsbíla verði komin í 1 milljón bíla á næsta ári. Árið 2020 verður hún orðin 3 milljónir bíla og 7 milljónir árið 2025. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs voru framleiddir 424.000 rafmagnsbílar og var vöxturinn 40,2% á milli ára. Kínverskir ráðamenn liggja nú undir feldi og velta fyrir sér á hvaða ári bannað verður að selja bíla með brunavélar þar, en búast má við yfirlýsingu þess efnis brátt. Kínversk yfirvöld hafa ýtt mjög undir framleiðslu rafmagnsbíla og ætla að taka forystuna í heiminum í þeim efnum. Í Kína eru framleiddir flestir bílar allra landa í heiminum, en þar seldust ríflega 28 milljón bílar í fyrra. Forstjóri BYD bílaframleiðandans kínverska lét hafa eftir sér um daginn að árið 2030 muni líklega enginn kínverskur bílaframleiðandi enn framleiða bíla með hefðbundnum brunavélum.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent