Aðgerða er þörf Benedikt Bóas skrifar 2. október 2017 06:00 Bestu og efnilegustu leikmenn liðanna í Pepsi-deild karla og kvenna voru verðlaunaðir á laugardag. Það var ekki á neinu sérstöku KSÍ hófi eða neitt slíkt. Nei, Andri Rúnar fékk sín verðlaun eftir leikinn gegn Fjölni. Agla María og Alex Þór fengu sín verðlaun á lokahófi Stjörnunnar og borgarstjórinn, Stephany Mayor, fékk sinn verðlaunabikar eftir leik Þórs/KA og FH. KSÍ er hætt að halda hóf fyrir liðin og þetta hefur farið úr risastóru partýi á Hótel Íslandi niður í verðlaunaafhendingu í Háskólabíói og í það að KSÍ dreifi verðlaunum eins og áður er upptalið. Þetta finnst mér dapurt. Það er engin uppskeruhátíð fyrir fótboltamenn og -konur þessa lands. Það er bara eitthvert lokahóf haldið innan félaganna. Í hinum boltaíþróttunum eru vegleg lokahóf. Og þar er alveg geggjað gaman. Persónulega sé ég ekki vandamálið. Vissulega var verið að rukka einhverja tugi þúsund kalla fyrir miða hér í gamla daga en þetta voru kvöld sem maður mundi eftir. Allavega svona oftast. Þetta þarf heldur ekkert að vera svo dýrt. Bara rífa upp símann og hringja í Hannes hjá KKÍ eða Róbert hjá HSÍ og segja: Strákar, hvernig gerið þið þetta? Eins og þetta blasir við mér er þetta enn eitt dæmið sem sýnir að KSÍ er svo fjarlægt hinum venjulega fótboltamanni. Er bara eitthvert bákn í Laugardal. Með enga tengingu til hins almenna áhorfanda eða fótboltamanns. Enda sýnir mætingin á völlinn í sumar að aðgerða er þörf. Það er varla hægt að gefa miða á völlinn til að ná upp í þúsund manns. Eins gott að það séu sjö mánuðir í að næsta tímabil hefjist. Ég bíð spenntur eftir því hvernig á að bregðast við þannig að það verði stuð og stemning í stúkunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun
Bestu og efnilegustu leikmenn liðanna í Pepsi-deild karla og kvenna voru verðlaunaðir á laugardag. Það var ekki á neinu sérstöku KSÍ hófi eða neitt slíkt. Nei, Andri Rúnar fékk sín verðlaun eftir leikinn gegn Fjölni. Agla María og Alex Þór fengu sín verðlaun á lokahófi Stjörnunnar og borgarstjórinn, Stephany Mayor, fékk sinn verðlaunabikar eftir leik Þórs/KA og FH. KSÍ er hætt að halda hóf fyrir liðin og þetta hefur farið úr risastóru partýi á Hótel Íslandi niður í verðlaunaafhendingu í Háskólabíói og í það að KSÍ dreifi verðlaunum eins og áður er upptalið. Þetta finnst mér dapurt. Það er engin uppskeruhátíð fyrir fótboltamenn og -konur þessa lands. Það er bara eitthvert lokahóf haldið innan félaganna. Í hinum boltaíþróttunum eru vegleg lokahóf. Og þar er alveg geggjað gaman. Persónulega sé ég ekki vandamálið. Vissulega var verið að rukka einhverja tugi þúsund kalla fyrir miða hér í gamla daga en þetta voru kvöld sem maður mundi eftir. Allavega svona oftast. Þetta þarf heldur ekkert að vera svo dýrt. Bara rífa upp símann og hringja í Hannes hjá KKÍ eða Róbert hjá HSÍ og segja: Strákar, hvernig gerið þið þetta? Eins og þetta blasir við mér er þetta enn eitt dæmið sem sýnir að KSÍ er svo fjarlægt hinum venjulega fótboltamanni. Er bara eitthvert bákn í Laugardal. Með enga tengingu til hins almenna áhorfanda eða fótboltamanns. Enda sýnir mætingin á völlinn í sumar að aðgerða er þörf. Það er varla hægt að gefa miða á völlinn til að ná upp í þúsund manns. Eins gott að það séu sjö mánuðir í að næsta tímabil hefjist. Ég bíð spenntur eftir því hvernig á að bregðast við þannig að það verði stuð og stemning í stúkunni.