Tólf bílar komnir í úrslit í vali á bíl ársins Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2017 13:00 Renault Talisman hlaut Stálstýrið í fyrra. Tólf bílar hafa verið valdir í úrslit í Bíl ársins 2018 en það er Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) sem sér um valið á Bíl ársins, nú í ellefta skiptið. Alls 30 bílar voru tilnefndir í valinu. Bílunum var skipt í fjóra flokka eftir stærð en þrír efstu bílarnir í hverjum flokki komust í úrslit. Í flokki smábíla urðu Suzuki Swift, Nissan Micra og Kia Rio fyrir valinu. Í flokki millistórra bíla komust Honda Civic, Hyundai Ionic og Hyundai i30 í úrslitin. Í flokki stórra fólksbíla voru það BMW 5, Peugeot 3008 og Volvo V90 Cross Country sem stóðu eftir á blaði og í flokki jeppa og jepplinga komust Skoda Kodiaq, Volvo XC60 og Renault Koleos í úrslit. Sá bíll sem valinn verður Bíll ársins hlýtur verðlaunagripinn Stálstýrið. Í fyrra var Renault Talisman valinn Bíll ársins. Tilkynnt verður um val á Bíl ársins 2018 síðar í mánuðinum. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent
Tólf bílar hafa verið valdir í úrslit í Bíl ársins 2018 en það er Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) sem sér um valið á Bíl ársins, nú í ellefta skiptið. Alls 30 bílar voru tilnefndir í valinu. Bílunum var skipt í fjóra flokka eftir stærð en þrír efstu bílarnir í hverjum flokki komust í úrslit. Í flokki smábíla urðu Suzuki Swift, Nissan Micra og Kia Rio fyrir valinu. Í flokki millistórra bíla komust Honda Civic, Hyundai Ionic og Hyundai i30 í úrslitin. Í flokki stórra fólksbíla voru það BMW 5, Peugeot 3008 og Volvo V90 Cross Country sem stóðu eftir á blaði og í flokki jeppa og jepplinga komust Skoda Kodiaq, Volvo XC60 og Renault Koleos í úrslit. Sá bíll sem valinn verður Bíll ársins hlýtur verðlaunagripinn Stálstýrið. Í fyrra var Renault Talisman valinn Bíll ársins. Tilkynnt verður um val á Bíl ársins 2018 síðar í mánuðinum.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent