Pólitísk réttarhöld Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 7. október 2017 07:00 Flokkarnir eru í óðaönn að birta framboðslista sína. Þar kennir margra grasa eins og vanalega, reyndir stjórnmálamenn kveðja og nýir kveðja sér hljóðs, allt eftir kúnstarinnar reglum. Það er alltaf spennandi að fylgjast með nýju frambjóðendunum, hvernig standa þeir sig, hvað þeir hafa til málanna að leggja. Samfylkingin fór þá leið að velja Helgu Völu Helgadóttur til að leiða annað Reykjavíkurkjördæmanna. Og hún steig sín fyrstu skref í pólitíkinni í gær. Og þvílíkt skref. Allir sem kynntu sér sjö þúsundustu „frétt“ Stundarinnar á þessu ári um Bjarna Benediktsson sáu að sú frétt var sama marki brennd og allar hinar á undan. Þráhyggja í fréttabúningi og ekkert nýtt þar. Reyndir stjórnmálamenn gættu sín flestir á því að tjá sig sem minnst og Bjarni svaraði þannig fyrir málið að ekkert stendur eftir af „fréttaflutningnum“. En Helga Vala, leiðtogi Samfylkingarinnar í Reykjavík ákvað að krefjast opinberrar rannsóknar. Þetta er hin nýja Samfylking, krafa um rannsóknarrétt yfir pólitískum andstæðingum er fyrsta viðbragðið. En kannski er nýja Samfylkingin ekkert ósvipuð þeirri gömlu. Það var jú gamla Samfylkingin ásamt VG sem leiddi ákvörðun um að halda pólitísk réttarhöld yfir Geir Haarde og mun sú skömm fylgja þeim flokkum lengi. Fram undan er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu og verður fróðlegt að sjá hvert viðbragð þeirra sem ákærðu Geir á þingi verður, falli dómur Geir í vil. Mun það fólk sitja áfram á þingi ef það verður bert að því að hafa brotið mannréttindi? En krafan um réttarhöld yfir pólitískum andstæðingum er þekkt fyrirbæri í sögunni og Helga Vala aldeilis ekki í ónýtum félagsskap þar. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Flokkarnir eru í óðaönn að birta framboðslista sína. Þar kennir margra grasa eins og vanalega, reyndir stjórnmálamenn kveðja og nýir kveðja sér hljóðs, allt eftir kúnstarinnar reglum. Það er alltaf spennandi að fylgjast með nýju frambjóðendunum, hvernig standa þeir sig, hvað þeir hafa til málanna að leggja. Samfylkingin fór þá leið að velja Helgu Völu Helgadóttur til að leiða annað Reykjavíkurkjördæmanna. Og hún steig sín fyrstu skref í pólitíkinni í gær. Og þvílíkt skref. Allir sem kynntu sér sjö þúsundustu „frétt“ Stundarinnar á þessu ári um Bjarna Benediktsson sáu að sú frétt var sama marki brennd og allar hinar á undan. Þráhyggja í fréttabúningi og ekkert nýtt þar. Reyndir stjórnmálamenn gættu sín flestir á því að tjá sig sem minnst og Bjarni svaraði þannig fyrir málið að ekkert stendur eftir af „fréttaflutningnum“. En Helga Vala, leiðtogi Samfylkingarinnar í Reykjavík ákvað að krefjast opinberrar rannsóknar. Þetta er hin nýja Samfylking, krafa um rannsóknarrétt yfir pólitískum andstæðingum er fyrsta viðbragðið. En kannski er nýja Samfylkingin ekkert ósvipuð þeirri gömlu. Það var jú gamla Samfylkingin ásamt VG sem leiddi ákvörðun um að halda pólitísk réttarhöld yfir Geir Haarde og mun sú skömm fylgja þeim flokkum lengi. Fram undan er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu og verður fróðlegt að sjá hvert viðbragð þeirra sem ákærðu Geir á þingi verður, falli dómur Geir í vil. Mun það fólk sitja áfram á þingi ef það verður bert að því að hafa brotið mannréttindi? En krafan um réttarhöld yfir pólitískum andstæðingum er þekkt fyrirbæri í sögunni og Helga Vala aldeilis ekki í ónýtum félagsskap þar. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun