Aukinn straumur ferðamanna kallaði á nýja stöð Finnur Thorlacius skrifar 9. október 2017 09:00 Jökull og Auður Ingvarsbörn afhentu Steinari Sigtryggssyni, útibússtjóra Olís á Suðurnesjum, lykil sem Auður perlaði í tilefni opnunar ÓB stöðvarinnar. Þau sjást hér ásamt Jóni Ólafi Halldórssyni, forstjóra Olís. Olíuverzlun Íslands opnaði í dag nýja ÓB stöð við Aðalgötu 62 í Reykjanesbæ við skemmtilega athöfn. Jökull og Auður Ingvarsbörn afhentu Steinari Sigtryggssyni, útibússtjóra Olís á Suðurnesjum, lykil sem Auður perlaði í tilefni opnunar ÓB stöðvarinnar. Nýja stöðin er sjálfsafgreiðslustöð sem býður upp á gott og einfalt aðgengi að eldsneytissjálfsölum. ,,Það er sérlega ánægjulegt að opna þessa nýju og flottu ÓB stöð í hjarta Reykjanesbæjar á 90 ára afmæli Olíuverzlunar Íslands. Með auknum straumi ferðamanna til landsins hefur þörfin aukist fyrir nýja stöð í Reykjanesbæ. Við erum með opnun þessarar stöðvar að auka mjög þjónustu við ferðamenn, sem margir aka um á bílaleigubílum, en ekki síður við íbúa á svæðinu og alla þá heimamenn sem starfa við ferðaþjónustu á Keflavíkursvæðinu og þá sérstaklega í Leifsstöð. Markmiðið ÓB er að fjölga valkostum í eldsneytissölu á Íslandi en jafnframt að koma til móts við óskir viðskiptavina sem gjarnan vilja dæla sjálfir gegn lægra verði. Við leggjum áherslu á að stöðvarnar séu bjartar og snyrtilegar, að aðgengi að þeim sé gott og sjálfsalar einfaldir í notkun," segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís. Fyrsta sjálfsafgreiðslustöð ÓB var opnuð við Fjarðarkaup í Hafnarfirði árið 1996. Með nýju stöðinni á Aðalgötu er fjöldi ÓB stöðva nú 37 talsins nú víðs vegar um landið. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent
Olíuverzlun Íslands opnaði í dag nýja ÓB stöð við Aðalgötu 62 í Reykjanesbæ við skemmtilega athöfn. Jökull og Auður Ingvarsbörn afhentu Steinari Sigtryggssyni, útibússtjóra Olís á Suðurnesjum, lykil sem Auður perlaði í tilefni opnunar ÓB stöðvarinnar. Nýja stöðin er sjálfsafgreiðslustöð sem býður upp á gott og einfalt aðgengi að eldsneytissjálfsölum. ,,Það er sérlega ánægjulegt að opna þessa nýju og flottu ÓB stöð í hjarta Reykjanesbæjar á 90 ára afmæli Olíuverzlunar Íslands. Með auknum straumi ferðamanna til landsins hefur þörfin aukist fyrir nýja stöð í Reykjanesbæ. Við erum með opnun þessarar stöðvar að auka mjög þjónustu við ferðamenn, sem margir aka um á bílaleigubílum, en ekki síður við íbúa á svæðinu og alla þá heimamenn sem starfa við ferðaþjónustu á Keflavíkursvæðinu og þá sérstaklega í Leifsstöð. Markmiðið ÓB er að fjölga valkostum í eldsneytissölu á Íslandi en jafnframt að koma til móts við óskir viðskiptavina sem gjarnan vilja dæla sjálfir gegn lægra verði. Við leggjum áherslu á að stöðvarnar séu bjartar og snyrtilegar, að aðgengi að þeim sé gott og sjálfsalar einfaldir í notkun," segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís. Fyrsta sjálfsafgreiðslustöð ÓB var opnuð við Fjarðarkaup í Hafnarfirði árið 1996. Með nýju stöðinni á Aðalgötu er fjöldi ÓB stöðva nú 37 talsins nú víðs vegar um landið.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent