„Það er gott að vera loksins komnir með stig en við vorum sjálfum okkur verstir að klára ekki þennan leik,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson, hornamaður Aftureldingar, eftir jafnteflið gegn Stjörnunni.
„Við gerum ákveðnar kröfur til okkar, sérstaklega varnarlega og við náum ekki að fylgja þeim. Ég tek stigið en er samt drullu svekktur.“
Árni segist vera orðinn pirraður á því að gera ekki út um leiki.
„Það er eitthvað sem við einfaldlega verðum að fara að temja okkur, þetta er orðið frekar þreytt. Við komum alltaf vel gíraðir inn í fyrri hálfleik og náum góðu forskoti sem við glutrum niður, hvort sem er í deildinni heima eða í Evrópu,“ sagði Árni og hélt áfram:
„Þetta er búið að vera svona allt tímabilið, við erum að spila vel í sóknarleiknum og ná hátt í þrjátíu mörkum en það þarf að ná að tengja betur varnarleikinn. Við vitum að við getum gert mun betur en þessi svokallaði slæmi kafli er einfaldlega of langur.“
Árni Bragi: Tek stigið en er svekktur

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Stjarnan 27-27 | Mosfellingar enn án sigurs
Afturelding og Stjarnan skildu jöfn 27-27 í Mosfellsbænum í kvöld í 3. umferð Olís-deild karla.