Honda CR-V öruggasti jepplingurinn Finnur Thorlacius skrifar 25. september 2017 09:54 Honda CR-V. Samkvæmt prófunum Insurance Institute for Highway Safety (IIHS) í Bandaríkjunum er Honda CR-V öruggasti jepplingurinn sem í boði er. Rannsakaðir voru þeir jepplingar sem eru á markaði af árgerðinni 2017. Í næstu sætum á eftir Honda CR-V komu svo í þessari röð jepplingarnir Hyundai Tucson, Kia Sportage, Mazda CX-3, Mazda CX-5, Mitsubishi Outlander, Nissan Qashqai, Subaru Forester og Toyota RAV4. Við kannanir IIHS eru framkvæmd 5 mismunandi árekstrarpróf og einnig metin öryggiskerfi bílanna við að verjast árekstri. Slík kerfi vara ökumenn við aðsteðjandi hættu og sum þeirra virkja hemlunarkerfi bílanna ef ökumenn bregðast ekki sjálfir við. Í könnun IIHS kemur fram að í aðeins einum af þessum 9 efstu bíla er slíkt kerfi sem hemlar sjálft í staðalbúnaði bílsins, þ.e. í Toyota RAV4, en í hinum er slíkt valbúnaður sem greiða þarf sérstaklega fyrir. Verð á slíkum búnaði að viðbættu verði á grunnútgáfu hans getur þó breytt stöðu hvers bíls á þessum lista og náði Honda CR-V efsta sætinu þrátt fyrir að greiða þurfi sérstaklega fyrir þann búnað. Hafa skal í huga að miðað er við verð bílanna í Bandaríkjunum, en öðru gæti gilt hér á landi. Nokkra athygli vekur að allir efstu 9 jepplingarnir á lista IIHS eru annaðhvort frá Japan eða S-Kóreu, en enginn bíll frá bandarískum eða þýskum bílaframleiðendum. Mest lesið Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent David Lynch er látinn Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Innlent Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Innlent Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent
Samkvæmt prófunum Insurance Institute for Highway Safety (IIHS) í Bandaríkjunum er Honda CR-V öruggasti jepplingurinn sem í boði er. Rannsakaðir voru þeir jepplingar sem eru á markaði af árgerðinni 2017. Í næstu sætum á eftir Honda CR-V komu svo í þessari röð jepplingarnir Hyundai Tucson, Kia Sportage, Mazda CX-3, Mazda CX-5, Mitsubishi Outlander, Nissan Qashqai, Subaru Forester og Toyota RAV4. Við kannanir IIHS eru framkvæmd 5 mismunandi árekstrarpróf og einnig metin öryggiskerfi bílanna við að verjast árekstri. Slík kerfi vara ökumenn við aðsteðjandi hættu og sum þeirra virkja hemlunarkerfi bílanna ef ökumenn bregðast ekki sjálfir við. Í könnun IIHS kemur fram að í aðeins einum af þessum 9 efstu bíla er slíkt kerfi sem hemlar sjálft í staðalbúnaði bílsins, þ.e. í Toyota RAV4, en í hinum er slíkt valbúnaður sem greiða þarf sérstaklega fyrir. Verð á slíkum búnaði að viðbættu verði á grunnútgáfu hans getur þó breytt stöðu hvers bíls á þessum lista og náði Honda CR-V efsta sætinu þrátt fyrir að greiða þurfi sérstaklega fyrir þann búnað. Hafa skal í huga að miðað er við verð bílanna í Bandaríkjunum, en öðru gæti gilt hér á landi. Nokkra athygli vekur að allir efstu 9 jepplingarnir á lista IIHS eru annaðhvort frá Japan eða S-Kóreu, en enginn bíll frá bandarískum eða þýskum bílaframleiðendum.
Mest lesið Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent David Lynch er látinn Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Innlent Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Innlent Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent