74 birtingar á land á þremur dögum Karl Lúðvíksson skrifar 25. september 2017 10:08 Gunnar Óskarsson með 11 punda sjóbirting úr Geirlandsá. Mynd: www.svfk.is Sjóbirtingsveiðin er að komast á fullt þessa dagana og veiðifréttir af sjóbirtingsslóðum eru góðar. Það er óhætt að segja að það sé góður gangur í Geirlandsá en samkvæmt fréttum af vef leigutakans, Stangaveiðifélags Keflavíkur, var veiðin í síðustu viku ansi góð. Þar kom þriggja daga mokveiði þegar 74 sjóbirtingum var landað á aðeins þremur dögum. Það sem hefur kippt veiðinni í gang er þetta vatnsveður sem hefur gengið yfir landið en það gerir það að verkum að þá hækkar vel í ánum og við það gengur sjóbirtingurinn af miklum krafti upp í þær. Holl sem var við veiðar 18-20. sept gekk líka mjög vel en hollið landaði 32 fiskum og sá stærsti var 84 sm sjóbirtingur sem veiddist í Ármótum á fluguna Frigga. Hollið sem tók svo við af þeim var búið að landa 42 birtingum eftir tvær vaktir og missa helling. Langmest er af 4-6 punda fiski og stærst 10 pund. Mest lesið Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði Veiðitímanum að ljúka í vötnunum Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Haustveiðin með ágætum í Eystri Rangá Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Grímsá á leið í útboð Veiði
Sjóbirtingsveiðin er að komast á fullt þessa dagana og veiðifréttir af sjóbirtingsslóðum eru góðar. Það er óhætt að segja að það sé góður gangur í Geirlandsá en samkvæmt fréttum af vef leigutakans, Stangaveiðifélags Keflavíkur, var veiðin í síðustu viku ansi góð. Þar kom þriggja daga mokveiði þegar 74 sjóbirtingum var landað á aðeins þremur dögum. Það sem hefur kippt veiðinni í gang er þetta vatnsveður sem hefur gengið yfir landið en það gerir það að verkum að þá hækkar vel í ánum og við það gengur sjóbirtingurinn af miklum krafti upp í þær. Holl sem var við veiðar 18-20. sept gekk líka mjög vel en hollið landaði 32 fiskum og sá stærsti var 84 sm sjóbirtingur sem veiddist í Ármótum á fluguna Frigga. Hollið sem tók svo við af þeim var búið að landa 42 birtingum eftir tvær vaktir og missa helling. Langmest er af 4-6 punda fiski og stærst 10 pund.
Mest lesið Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði Veiðitímanum að ljúka í vötnunum Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Haustveiðin með ágætum í Eystri Rangá Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Grímsá á leið í útboð Veiði