Hafði alltaf dugað þar til núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2017 06:00 Guðjón Baldvinsson er með 12 mörk í 18 leikjum vísir/eyþór Mýtan um að þurfa að vera með tíu marka mann til að verða meistari er löngu dauð og nú er ekki lengur öruggt að verða meistari þótt þú sért með þrjá tíu marka menn innanborðs. Hilmar Árni Halldórsson varð á sunnudaginn þriðji leikmaður Stjörnunnar til að skora tíu mörk í Pepsi-deildinni í sumar. Stjarnan varð þar með fyrsta liðið í átta ár og það fjórða í sögunni með þrjá tíu marka leikmenn. Þetta markaskor þeirra Hilmars Árna Halldórssonar, Guðjóns Baldvinssonar og Hólmbert Arons Friðjónssonar er þó ekki að skila Stjörnumönnunum titlinum. Stjarnan er tólf stigum á eftir nýkrýndum Íslandsmeisturum Vals þegar ein umferð er eftir af mótinu. Það hefur aldrei gerst áður að lið með þrjá tíu marka menn hafi ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn og tvö af hinum þremur liðunum unnu meira að segja tvöfalt það sumar.Hólmbert Aron Friðjónsson hefur skorað 11 mörk í 19 leikjumVísirFyrsta liðið sem var með þrjá tíu marka menn var Valsliðið sumarið 1976 en því náði Hlíðarendaliðið í aðeins 16 leikjum. Liðið átti þrjá markahæstu leikmenn deildarinnar þetta sumar, Ingi Björn Albertsson skoraði mest eða 16 mörk en liðsfélagar hans Hermann Gunnarsson og Guðmundur Þorbjörnsson komu næstir með 11 mörk hvor. Við þurftum að bíða í sautján ár þar til annað lið náði þessu en þrír Skagamenn skoruðu saman 46 af 62 mörkum ÍA-liðsins sumarið 1993. Þórður Guðjónsson jafnaði markametið með því að skora 19 mörk, Haraldur Ingólfsson skoraði 14 mörk og Mihajlo Bibercic var með með 13 mörk. Þriðja liðið var síðan FH-liðið frá 2009 en það var annað tímabilið eftir að fjölgað var í tólf lið í deildinni. Atli Viðar Björnsson skoraði þá 14 mörk, Atli Guðnason var með 11 mörk og Matthías Vilhjálmsson skoraði 10 mörk auk þess að leggja upp önnur ellefu fyrir félaga sína. Atli Guðnason komst síðastur í hópinn í 21. og næstsíðustu umferð en hann skorað þrjú marka sinna í síðustu tveimur umferðunum.Hilmar Árni Halldórsson heufr skorað 10 mörk í 21 leikGuðjón Baldvinsson og Hólmbert Aron Friðjónsson komust báðir í tíu mörkin í 19. umferð og Hilmar Árni bættist síðan í hópinn í fyrradag. Það stefnir nú í það að þriðja árið í röð eigi Íslandsmeistaraliðið ekki tíu marka mann. FH-ingar áttu ekki tíu marka mann tvö síðustu ár því Steven Lennon skoraði 9 mörk 2015 og Atli Viðar Björnsson var markahæstur með 7 mörk í fyrra. Markahæstu leikmenn Íslandsmeistaraliðs Vals í ár eru þeir Guðjón Pétur Lýðsson og Sigurður Egill Lárusson sem báðir hafa skorað 7 mörk. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Laxdal bræður áfram hjá Stjörnunni Bræðurnir Daníel og Jóhann Laxdal hafa framlengt samninga sína við Stjörnuna og eru nú bundnir félaginu til 2020. 25. september 2017 17:27 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-2 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Valsmenn unnu sigur í Garðabænum, en Stjarnan er þrátt fyrir það örugg í Evrópusæti þar sem KR mistókst að vinna Fjölni. 24. september 2017 16:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Mýtan um að þurfa að vera með tíu marka mann til að verða meistari er löngu dauð og nú er ekki lengur öruggt að verða meistari þótt þú sért með þrjá tíu marka menn innanborðs. Hilmar Árni Halldórsson varð á sunnudaginn þriðji leikmaður Stjörnunnar til að skora tíu mörk í Pepsi-deildinni í sumar. Stjarnan varð þar með fyrsta liðið í átta ár og það fjórða í sögunni með þrjá tíu marka leikmenn. Þetta markaskor þeirra Hilmars Árna Halldórssonar, Guðjóns Baldvinssonar og Hólmbert Arons Friðjónssonar er þó ekki að skila Stjörnumönnunum titlinum. Stjarnan er tólf stigum á eftir nýkrýndum Íslandsmeisturum Vals þegar ein umferð er eftir af mótinu. Það hefur aldrei gerst áður að lið með þrjá tíu marka menn hafi ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn og tvö af hinum þremur liðunum unnu meira að segja tvöfalt það sumar.Hólmbert Aron Friðjónsson hefur skorað 11 mörk í 19 leikjumVísirFyrsta liðið sem var með þrjá tíu marka menn var Valsliðið sumarið 1976 en því náði Hlíðarendaliðið í aðeins 16 leikjum. Liðið átti þrjá markahæstu leikmenn deildarinnar þetta sumar, Ingi Björn Albertsson skoraði mest eða 16 mörk en liðsfélagar hans Hermann Gunnarsson og Guðmundur Þorbjörnsson komu næstir með 11 mörk hvor. Við þurftum að bíða í sautján ár þar til annað lið náði þessu en þrír Skagamenn skoruðu saman 46 af 62 mörkum ÍA-liðsins sumarið 1993. Þórður Guðjónsson jafnaði markametið með því að skora 19 mörk, Haraldur Ingólfsson skoraði 14 mörk og Mihajlo Bibercic var með með 13 mörk. Þriðja liðið var síðan FH-liðið frá 2009 en það var annað tímabilið eftir að fjölgað var í tólf lið í deildinni. Atli Viðar Björnsson skoraði þá 14 mörk, Atli Guðnason var með 11 mörk og Matthías Vilhjálmsson skoraði 10 mörk auk þess að leggja upp önnur ellefu fyrir félaga sína. Atli Guðnason komst síðastur í hópinn í 21. og næstsíðustu umferð en hann skorað þrjú marka sinna í síðustu tveimur umferðunum.Hilmar Árni Halldórsson heufr skorað 10 mörk í 21 leikGuðjón Baldvinsson og Hólmbert Aron Friðjónsson komust báðir í tíu mörkin í 19. umferð og Hilmar Árni bættist síðan í hópinn í fyrradag. Það stefnir nú í það að þriðja árið í röð eigi Íslandsmeistaraliðið ekki tíu marka mann. FH-ingar áttu ekki tíu marka mann tvö síðustu ár því Steven Lennon skoraði 9 mörk 2015 og Atli Viðar Björnsson var markahæstur með 7 mörk í fyrra. Markahæstu leikmenn Íslandsmeistaraliðs Vals í ár eru þeir Guðjón Pétur Lýðsson og Sigurður Egill Lárusson sem báðir hafa skorað 7 mörk.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Laxdal bræður áfram hjá Stjörnunni Bræðurnir Daníel og Jóhann Laxdal hafa framlengt samninga sína við Stjörnuna og eru nú bundnir félaginu til 2020. 25. september 2017 17:27 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-2 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Valsmenn unnu sigur í Garðabænum, en Stjarnan er þrátt fyrir það örugg í Evrópusæti þar sem KR mistókst að vinna Fjölni. 24. september 2017 16:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Laxdal bræður áfram hjá Stjörnunni Bræðurnir Daníel og Jóhann Laxdal hafa framlengt samninga sína við Stjörnuna og eru nú bundnir félaginu til 2020. 25. september 2017 17:27
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-2 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Valsmenn unnu sigur í Garðabænum, en Stjarnan er þrátt fyrir það örugg í Evrópusæti þar sem KR mistókst að vinna Fjölni. 24. september 2017 16:30