Bílaframleiðandinn Aston Martin verður aðal styrktaraðili Red Bull liðsins í Formúlu 1 á næsta tímabili.
Samstarf Aston Martin og Red Bull hófst árið 2015, þá hófst vinna við ofurbílinn Valkyrjuna, sem er var kynntur til sögunnar fyrr á árinu.
Samstarfið hefur nú tekið næsta skref, liðið mun ganga undir nafninu Aston Martin Red Bull Racing á næsta tímabili. Merkjum Aston Martin verður haldið á lofti fram yfir merki Red Bull.
„Okkar tæknisamstarf með Aston Martin hefur einkennst af frumkvöðlastarfsemi frá fyrsta degi,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull.
„Að fá nafnið okkar á liðið er næsta rökrétta skref í tæknisamstarfi okkar með Red Bull Racing,“ sagði Andy Palmer, forseti og framkvæmdastjóri Aston Martin.
„Við njótum þess að Formúla 1 vekur enn á ný heimsathygli og athygli stórra vörumerkja,“ bætti Palmer við.
„Hvað vélar varðar þá fylgjumst við grant með og af áhuga en það mun einungis gerast ef réttar kringumstæður verða. Við ætlum okkur ekki í vélastríð ef engar reglur um hámarkskostnað eða hámark á klukkustundir í þjarki eru settar. Við trúum því að FIA [Alþjóða akstursíþróttasambandið] geti haga hlutunum þanig að við höfum áhuga á að vera með,“ sagði Palmer að lokum.
